Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2021 12:45 Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, allir í námunda við Þorbjörn. Vísir/Vilhelm Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08
„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32