Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 14:19 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Norðmenn lána Íslendingum 8% af lager sínum af AstraZeneca, á meðan bóluefnið er ekki í notkun. EPA Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. Þetta flýtir mjög fyrir og tryggir næga skammta fyrr en áætlað var til að klára að bólusetja alla 60 ára og eldri í næstu viku. Þegar þar að kemur, þurfa Íslendingar að „skila“ jafnmiklu efni til Norðmanna, þ.e. nákvæmlega jafnmörgum skömmtum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Erna Solberg norsk starfssystir hennar á fundi Evrópuráðs 2019.EFTA Ekki er ljóst hvenær það verður en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður ekki greitt fyrir skammtana, jafnvel þótt Norðmenn ákveði ekki að nota AstraZeneca síðar meir. Þeim verður endurgreitt með AstraZeneca-skömmtum, sem þeir síðan endurráðstafa að vild. Þar með verður lánið að teljast mikill vinagreiði, enda líklegt að verðmæti bóluefnaskammtanna muni hafa rýrnað þegar kemur að skuldadögum. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira
Þetta flýtir mjög fyrir og tryggir næga skammta fyrr en áætlað var til að klára að bólusetja alla 60 ára og eldri í næstu viku. Þegar þar að kemur, þurfa Íslendingar að „skila“ jafnmiklu efni til Norðmanna, þ.e. nákvæmlega jafnmörgum skömmtum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Erna Solberg norsk starfssystir hennar á fundi Evrópuráðs 2019.EFTA Ekki er ljóst hvenær það verður en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður ekki greitt fyrir skammtana, jafnvel þótt Norðmenn ákveði ekki að nota AstraZeneca síðar meir. Þeim verður endurgreitt með AstraZeneca-skömmtum, sem þeir síðan endurráðstafa að vild. Þar með verður lánið að teljast mikill vinagreiði, enda líklegt að verðmæti bóluefnaskammtanna muni hafa rýrnað þegar kemur að skuldadögum. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira
Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21