Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 17:19 Pawel Bartoszek segir áform Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum með umferðarteppu til marks um hvað óttinn getur gert við fólk. Vísir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. „Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
„Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent