Umfangsmiklir varnargarðar á Seyðisfirði nær tilbúnir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:31 Varnargarðarnir voru reistir í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Vinna við varnargarðana á Seyðisfirði er á lokametrunum og útlit fyrir að virkni þeirra sé góð. Mannvirkið er umfangsmikið og að mestu leyti gert úr skriðuefninu sjálfu. Varnargarðarnir voru settir upp í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember. Þeir byrja við Búðará, þar sem stærsta skriðan féll í desember, og liggja enn eftir bænum að Dagmálalæk. „Svo er í bígerð að fara að gera lítinn lækjarfarveg til að hjálpa vatninu sem lenti á Breiðablikshúsinu við að komast í afmarkaðri farveg og koma því á betri hátt til sjávar. Það er svona næsti fasi, sem er tiltölulega lítil aðgerð. En þegar það er komið þá er í raun og veru komið einhvers konar varnarinngrip,” segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Mannvirkið er orðið afar umfangsmikið. „Þetta er orðið töluvert umfangsmikið. Eins og garðarnir við Botnahlíðina sem voru reistir fyrr í vetur voru 400 metrar og nú er verið að vinna þarna að 200 metra garði í viðbót. Garðarnir við Búðarána eru farnir að slaga í hátt í sjötta meter,” segir Jón Haukur. Hann segir að varnargarðarnir séu að mestu unnir úr skriðuefninu sjálfu. „Það hefur verið markmiðið í þessu, að nýta efnið í varnargarðana í stað þess að keyra því í burtu.” Um séu að ræða bráðavarnir sem séu til þes fallnar að skapa meira öryggi en til skemmri tíma litið. „Kantarnir eru víða brattir og það getur hrunið meira úr þeim. Það hefur verið fylgst með því inn í vorið, en markmiðið var að höndla minni skriðuatburði þanni gað þeir væru ekki að bætast við það sem gekk þarna á í vetur.” Næsti fasi verði að reisa endanlegar og umfangsmeiri varnir en hann segir varnargarðana tiltölulega örugga. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Varnargarðarnir voru settir upp í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember. Þeir byrja við Búðará, þar sem stærsta skriðan féll í desember, og liggja enn eftir bænum að Dagmálalæk. „Svo er í bígerð að fara að gera lítinn lækjarfarveg til að hjálpa vatninu sem lenti á Breiðablikshúsinu við að komast í afmarkaðri farveg og koma því á betri hátt til sjávar. Það er svona næsti fasi, sem er tiltölulega lítil aðgerð. En þegar það er komið þá er í raun og veru komið einhvers konar varnarinngrip,” segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Mannvirkið er orðið afar umfangsmikið. „Þetta er orðið töluvert umfangsmikið. Eins og garðarnir við Botnahlíðina sem voru reistir fyrr í vetur voru 400 metrar og nú er verið að vinna þarna að 200 metra garði í viðbót. Garðarnir við Búðarána eru farnir að slaga í hátt í sjötta meter,” segir Jón Haukur. Hann segir að varnargarðarnir séu að mestu unnir úr skriðuefninu sjálfu. „Það hefur verið markmiðið í þessu, að nýta efnið í varnargarðana í stað þess að keyra því í burtu.” Um séu að ræða bráðavarnir sem séu til þes fallnar að skapa meira öryggi en til skemmri tíma litið. „Kantarnir eru víða brattir og það getur hrunið meira úr þeim. Það hefur verið fylgst með því inn í vorið, en markmiðið var að höndla minni skriðuatburði þanni gað þeir væru ekki að bætast við það sem gekk þarna á í vetur.” Næsti fasi verði að reisa endanlegar og umfangsmeiri varnir en hann segir varnargarðana tiltölulega örugga.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira