Sveindís hetjan er Sif sneri aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 13:55 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir Kristianstad. Getty/Matteo Ciambelli Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sigurmark Kristianstad í 2-1 sigri á Djurgården í 2. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Þrjár íslenskar landsliðskonur voru í eldlínunni. Sveindís Jane skoraði eina markið í 1-1 jafntefli Kristianstad gegn Eskiltuna United í fyrstu umferðinni en Kristianstad átti sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu í dag. Guðrún Arnardóttir var þar í heimsókn ásamt liðsfélögum sínum í Djurgården. Guðrún byrjaði leikinn, rétt eins og Sveindís í liði Kristianstad, en það voru gestirnir sem náðu forystunni með marki Nellie Lilja á 37. mínútu. 1-0 stóð í hléi en þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum jafnaði Mia Carlsson leikinn fyrir heimakonur eftir fyrirgjöf Sveindísar Jane frá hægri. 1-1 stóð allt fram á 83. mínútu þegar Sveindís Jane fékk háa sendingu inn fyrir vörn Djurgården og vippaði boltanum snyrtilega yfir markvörðinn Keley Daugherty sem kom askvaðandi á móti henni. Undir lok leiks kom landsliðskonan Sif Atladóttir inn í lið Kristianstad og spilaði uppbótartímann. Leikurinn er hennar fyrsti síðan 2019 en hún var í barneignarleyfi alla síðustu leiktíð. Kristianstad vann 2-1 og náði þar með í sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir spilaði þá allan leikinn fyrir Rosengård sem vann öruggan 3-1 heimasigur á Hammarby. Rosengård er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Sveindís Jane skoraði eina markið í 1-1 jafntefli Kristianstad gegn Eskiltuna United í fyrstu umferðinni en Kristianstad átti sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu í dag. Guðrún Arnardóttir var þar í heimsókn ásamt liðsfélögum sínum í Djurgården. Guðrún byrjaði leikinn, rétt eins og Sveindís í liði Kristianstad, en það voru gestirnir sem náðu forystunni með marki Nellie Lilja á 37. mínútu. 1-0 stóð í hléi en þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum jafnaði Mia Carlsson leikinn fyrir heimakonur eftir fyrirgjöf Sveindísar Jane frá hægri. 1-1 stóð allt fram á 83. mínútu þegar Sveindís Jane fékk háa sendingu inn fyrir vörn Djurgården og vippaði boltanum snyrtilega yfir markvörðinn Keley Daugherty sem kom askvaðandi á móti henni. Undir lok leiks kom landsliðskonan Sif Atladóttir inn í lið Kristianstad og spilaði uppbótartímann. Leikurinn er hennar fyrsti síðan 2019 en hún var í barneignarleyfi alla síðustu leiktíð. Kristianstad vann 2-1 og náði þar með í sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir spilaði þá allan leikinn fyrir Rosengård sem vann öruggan 3-1 heimasigur á Hammarby. Rosengård er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira