Watford upp í úrvalsdeildina eftir stutt stopp Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 16:31 Watford féll úr úrvalsdeildinni síðasta sumar en eru nú komnir aftur upp í fyrstu tilraun. Getty Images/Richard Heathcote Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að ári með 1-0 sigri á Millwall, félagi Jóns Daða Böðvarssonar. Watford fer því upp eftir aðeins eina leiktíð í Championship-deildinni. Watford hafði fyrir leik dagsins myndað töluvert bil niður í næstu lið fyrir neðan og ljóst að sigur myndi duga til úrvalsdeildarsætis. Mark Senegalans Ismaila Sarr úr vítaspyrnu eftir ellefu mínútna leik dugði liðinu til 1-0 sigurs og því hægt að ganga að sæti á meðal þeirra bestu sem vísu. Watford er með 88 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Norwich. Sex stig eru í pottinum og eiga Watford-menn enn tölfræðilegan möguleika á því að vinna deildina. Jón Daði kom ekki við sögu og sat allan leikinn á varamannabekk Millwall. Getty Images/Richard Heathcote Fyrr í dag vann Brentford 1-0 útisigur á Bournemouth í umspilsslag. Liðin í 3.-6. sæti fara í fjögurra liða umspil um sæti í úrvalsdeildinni en sigur Brenford tryggði þeim eitt sætanna fjögurra. Reading er í sjöunda sæti, því neðsta sem ekki veitir umspilssæti, átta stigum frá Swansea sem er í sjötta sætinu með 76 stig. Þau eigast við klukkan 11:00 á morgun en sigur Swansea mun tryggja þeim, auk Barnsley og Bournemouth sem eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, sæti í umspilinu með Brentford. Úrslit dagsins í Championship-deildinni: Bournemouth 0-1 Brentford Barnsley 1-0 Rotherham United Blackburn Rovers 5-2 Huddersfield Town Cardiff City 2-1 Wycombe Wanderers Coventry City 0-1 Preston North End Derby County 1-2 Birmingham City Middlesbrough 3-1 Sheffield Wednesday Nottingham Forest 1-1 Stoke City QPR 1-3 Norwich City Watford 1-0 Millwall Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Watford hafði fyrir leik dagsins myndað töluvert bil niður í næstu lið fyrir neðan og ljóst að sigur myndi duga til úrvalsdeildarsætis. Mark Senegalans Ismaila Sarr úr vítaspyrnu eftir ellefu mínútna leik dugði liðinu til 1-0 sigurs og því hægt að ganga að sæti á meðal þeirra bestu sem vísu. Watford er með 88 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Norwich. Sex stig eru í pottinum og eiga Watford-menn enn tölfræðilegan möguleika á því að vinna deildina. Jón Daði kom ekki við sögu og sat allan leikinn á varamannabekk Millwall. Getty Images/Richard Heathcote Fyrr í dag vann Brentford 1-0 útisigur á Bournemouth í umspilsslag. Liðin í 3.-6. sæti fara í fjögurra liða umspil um sæti í úrvalsdeildinni en sigur Brenford tryggði þeim eitt sætanna fjögurra. Reading er í sjöunda sæti, því neðsta sem ekki veitir umspilssæti, átta stigum frá Swansea sem er í sjötta sætinu með 76 stig. Þau eigast við klukkan 11:00 á morgun en sigur Swansea mun tryggja þeim, auk Barnsley og Bournemouth sem eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, sæti í umspilinu með Brentford. Úrslit dagsins í Championship-deildinni: Bournemouth 0-1 Brentford Barnsley 1-0 Rotherham United Blackburn Rovers 5-2 Huddersfield Town Cardiff City 2-1 Wycombe Wanderers Coventry City 0-1 Preston North End Derby County 1-2 Birmingham City Middlesbrough 3-1 Sheffield Wednesday Nottingham Forest 1-1 Stoke City QPR 1-3 Norwich City Watford 1-0 Millwall
Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira