Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 18:19 Um níutíu börn eru á leikskólanum Jörfa. Tuttugu og tvö eru smituð. Vísir/Vilhelm Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. „Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að eftir hádegi á mánudag geti elstu börnin mætt og systkin þeirra. Síðan næstu daga verða deildirnar opnar til skiptis. Við að sjálfsögðu reynum að tryggja að leikfélagar og systkin séu saman á sama tíma í leikskólanum og vinnum þetta í góðu samstarfi við fjölskyldurnar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar fengu tölvupóst nú síðdegis með upplýsingum um hvernig starfseminni háttað. Um 45 börn af 90 geta mætt hverju sinni. Tvisvar inn á spítala Nú hafa 22 börn og níu starfsmenn á leikskólanum Jörfa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 börn fóru í skimun í gær og í framhaldinu luku á fjórða hundrað manns sóttkví. Ekkert barn er alvarlega veikt, en börn veikjast síður illa af kórónuveirunni. Starfsfólk hefur þó fundið fyrir einkennum og einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í tvígang. Í bréfi sem foreldrar fengu nú síðdegis segir að húsnæði leikskólans hafi allt verið sótthreinsað og teljist örugg. Það þurfi þó að sýna sérstaka smitgát og fólk beðið um að koma ekki með börn ef þau sýni minnstu einkenni lasleika, til dæmis kvef. „Það þarf ekki að nefna það að þessi smit hafa verið áfall fyrir allt leikskólasamfélagið og á mánudag er ráðgert að byrja daginn á því að eiga fund með starfsfólkinu til þjappa hópinn saman og skipuleggja starfið næstu viku. Við áætlum því að opna leikskólann kl. 12.30 en ekki verður boðið upp á hádegisverð. Sá hópur sem getur komið í leikskólann á mánudag eru börn fædd 2015 og systkini þeirra,“ segir í bréfinu. Skólahald verður með eðlilegum hætti nema hópastarf og vettvangsferðir falla niður. Nokkuð víst að fleiri muni greinast Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nokkur börn hafi greinst með kórónuveirusmit í gær. „Við teljum nokkuð víst að við séum ekki komin fyrir endann á þessu en vonandi eru allir sem voru útsettir búnir að vera í sóttkví í einhvern tíma,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25 „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. 24. apríl 2021 12:25
„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. 19. apríl 2021 09:13