Halla segir orðræðu Þorsteins um verkalýðshreyfinguna „ljótt áróðursbragð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 12:56 Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sakar verkalýðshreyfinguna um að afneita staðreyndum um áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Þorstein beita ljótum áróðursbrögðum. Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira