Bjartsýn á að ná að aflétta samkomutakmörkunum í sumar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að 75 prósent þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok júní og að í framhaldinu verði hægt að létta á öllum samkomutakmörkunum. Ríflega 25 þúsund manns verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. „Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira