Veður

Á­fram hlýtt á suð­vestan­til en fer kólnandi í öðrum lands­hlutum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti fimm til þrettán stig en núll til fjögur stig norðan- og austanlands.
Hiti fimm til þrettán stig en núll til fjögur stig norðan- og austanlands. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega eiga von á fremur hægri, norðlægri átt í dag en þó verður norðvestan strekkingur á Austfjörðum fram undir kvöld.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að leifar úrkomu lægðar gærdagsins lifi á Norður- og Austurlandi en annars verði léttskýjað.

„Seinnipartinn mun þó þykkna upp syðst með stöku skúr. Áfram verður hlýtt á suðvesturhorni landsins en fer heldur kólnandi í öðrum landshlutum.

Útlit er síðan fyrir áframhaldandi háan þrýsting með björtu og hægu veðri fram yfir miðja viku í það minnsta.“

Hiti fimm til þrettán stig en núll til fjögur stig norðan- og austanlands.

Spákortið fyrir klukkan 13 í dag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað en skýjað með köflum vestantil. Hiti 4 til 12 stig að deginum.

Á miðvikudag: Fremur hæg norðlæg átt. Bjart með köflum og hiti 5 til 12 stig en nálægt frostmarki á Norðaustur- og Austurlandi.

Á fimmtudag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt en lítilsháttar úrkoma syðst. Hiti 1 til 8 stig.

Á föstudag: Gengur í norðaustan strekking eða allhvassan vind með slyddu eða snjókomu og hita um eða undir frostmarki en riging og hiti 2 til 7 stig sunnanlands.

Á laugardag: Líklega austlæg átt og þurrt að kalla. Kalt á A-verðu landinu en að 8 stigum V-til.

Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með stöku él en bjart syðra. Kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×