Fótbolti

Sveindís Jane fékk appelsínugula hattinn og dúskana eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur byrjað mjög vel í sænska boltanum og er mikill happafengur fyrir Kristianstad.
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur byrjað mjög vel í sænska boltanum og er mikill happafengur fyrir Kristianstad. Instagram/@sveindisss

Sveindís Jane Jónsdóttir er konan á bak við öll mörk Kristianstad í fyrstu tveimur leikjum sumarsins.

Kristianstad fagnaði sínum fyrsta sigri í sænsku deildinni á tímabilinu um helgina og þær geta þakkað það íslenska nýliðanum Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Sveindís Jane lagði upp fyrra markið sem jafnaði metin í 1-1 og skoraði síðan sjálf sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok með fagmannlegri afgreiðslu.

Sveindís Jane verður ekki tvítug fyrr en í júní og er að spila sína fyrstu leiki sem atvinnumaður. Það er ekki að sjá annað en að hún ráði vel við að taka þetta skref.

Sveindís Jane hefur skorað í báðum leikjum og á þátt í fyrstu þremur mörkum Kristianstad á leiktíðinni. Enginn annar leikmaður hefur átt þátt í þremur leikjum með því annað hvort að skora eða leggja upp.

Án hennar væri Kristianstad stigalaust því Sveindís Jane skoraði í 1-1 jafntefli á móti Eskilstuna í fyrstu umferðinni og kom svo að báðum mörkunum í 2-1 sigri á Djurgården um helgina.

Eins og sjá má hér fyrir ofan þá var Sveindís Jane valin besti leikmaður Kristianstad í leiknum og náðist þessi frábæra mynd af henni fagna þeirri útnefningu með liðsfélögum sínum.

Sveindís Jane fékk bæði appelsínugula hattinn og dúskana eftir leikinn og var hyllt í miðjum klefanum. Nú verður spennandi að sjá hvað hún gerir í næstu leikjum Kristianstad liðsins. Hér fyrir neðan má sjö mörkin sem Sveindís Jane lagði upp og skoraði um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×