Breyttu vélaverkstæði í fimleikahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 13:30 Fimleikastelpur úr Gerplu stilla sér hér upp fyrir ljósmyndarann. Fésbókin/Íþróttafélagið Gerpla Íþróttafélagið Gerpla hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt í gær og í tilefni af hálfrar aldrar afmæli félagsins var sett saman fróðlegt myndband um sögu fimleikafélagsins. Forráðamenn Gerplu fóru í það að halda sögu félagsins hátt að lofti með því að segja frá merkilegri fimmtíu ára sögu Kópavogsfélagsins en á síðu Gerplu kemur fram að Gerplufólk sé þakklát þeim viðmælendum sem tóku þátt í að aðstoða þau við að rifja upp söguna sem er aldeilis litrík og skemmtileg. Gerpla var stofnað 25. apríl 1971 og fagnaði afmælinu sínu í gær með því að sýna smá brot úr afmælismyndbandinu um sögu félagsins. „Í tilefni þessara tímamóta hefur verið ráðist í gerð afmælismyndbands til að fanga söguna frá upphafi. Frumsýning þess myndbands í fullri lengd verður þegar aðstæður í samfélaginu leyfa og við náum að halda uppá tímamótin saman,“ segir í fréttinni á fésbókarsíðu Gerplu. Í þessu myndbroti má meðal annars sjá myndir frá því hvernig Gerpla eignaðist sitt eigið fimleikahús en það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið mjög sérstakt. Það var algjör bylting hjá félaginu við að fá hús fyrir sig en það sem kannski færri vissu var að þetta hús var áður vélaverkstæði. Það var álit fólksins á bak við Gerplu að það væri mögulegt að breyta vélaverkstæði í fimleikahús en það kostaði mikla vinnu og heilu sumarfríin sem fóru í það eins og fram kemur í brotinu úr myndbandinu. Þar kemur einnig fram að einstaklingar hafi þurft að veðsetja húsin sín til þess að standa með félaginu sínu. Fyrsta íþróttahús Gerplu var opnað 2. október 1978 á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Salurinn var 32,4 metrar á lengd og 19 metrar á breidd. Tómas Guðmundsson var þá formaður félagsins og stýrði framkvæmd verksins en það var allt unnið í sjálfboðavinnu. Í frétt í Morgunblaðinu kemur fram að margir félagar hafi unnið hundrað tíma í húsinu sumarið 1978 og nokkrir yfir tvö hundruð tíma. „Það fór vel um Gerplu á Skemmuveginum og margar frábærar minningar sem Gerplufólk á þaðan. Þar var sett upp ein fyrsta fimleikagryfjan sem var mikil bylting, eitthvað sem börnum í fimleikum í dag þætti óhugsandi að hafa ekki. Annað sem iðkendum okkar í dag þætti óhugsandi væri að þurfa að rúlla út og setja upp öll áhöld í byrjun hverrar æfingar, og taka þau svo saman og ganga frá aftur inn í tækjageymslu að æfingum loknum, því aðrar íþróttir voru einnig stundaðar á Skemmuveginum,“ segir í fréttinni á heimasíðu Gerplu. Gerpla hafði aðstöðu á Skemmuveginum þar til að félagið flutti í sitt frábæra fimleikahús í Versölum á árinu 2005. Þriðja húsið var síðan nýtt fimleikahús í Vatnsenda í Kópavoginum sen var opnað á árinu 2018. Það má sjá fésbókarfærsluna og brotið úr myndbandið hér fyrir ofan. Fimleikar Kópavogur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Forráðamenn Gerplu fóru í það að halda sögu félagsins hátt að lofti með því að segja frá merkilegri fimmtíu ára sögu Kópavogsfélagsins en á síðu Gerplu kemur fram að Gerplufólk sé þakklát þeim viðmælendum sem tóku þátt í að aðstoða þau við að rifja upp söguna sem er aldeilis litrík og skemmtileg. Gerpla var stofnað 25. apríl 1971 og fagnaði afmælinu sínu í gær með því að sýna smá brot úr afmælismyndbandinu um sögu félagsins. „Í tilefni þessara tímamóta hefur verið ráðist í gerð afmælismyndbands til að fanga söguna frá upphafi. Frumsýning þess myndbands í fullri lengd verður þegar aðstæður í samfélaginu leyfa og við náum að halda uppá tímamótin saman,“ segir í fréttinni á fésbókarsíðu Gerplu. Í þessu myndbroti má meðal annars sjá myndir frá því hvernig Gerpla eignaðist sitt eigið fimleikahús en það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið mjög sérstakt. Það var algjör bylting hjá félaginu við að fá hús fyrir sig en það sem kannski færri vissu var að þetta hús var áður vélaverkstæði. Það var álit fólksins á bak við Gerplu að það væri mögulegt að breyta vélaverkstæði í fimleikahús en það kostaði mikla vinnu og heilu sumarfríin sem fóru í það eins og fram kemur í brotinu úr myndbandinu. Þar kemur einnig fram að einstaklingar hafi þurft að veðsetja húsin sín til þess að standa með félaginu sínu. Fyrsta íþróttahús Gerplu var opnað 2. október 1978 á Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Salurinn var 32,4 metrar á lengd og 19 metrar á breidd. Tómas Guðmundsson var þá formaður félagsins og stýrði framkvæmd verksins en það var allt unnið í sjálfboðavinnu. Í frétt í Morgunblaðinu kemur fram að margir félagar hafi unnið hundrað tíma í húsinu sumarið 1978 og nokkrir yfir tvö hundruð tíma. „Það fór vel um Gerplu á Skemmuveginum og margar frábærar minningar sem Gerplufólk á þaðan. Þar var sett upp ein fyrsta fimleikagryfjan sem var mikil bylting, eitthvað sem börnum í fimleikum í dag þætti óhugsandi að hafa ekki. Annað sem iðkendum okkar í dag þætti óhugsandi væri að þurfa að rúlla út og setja upp öll áhöld í byrjun hverrar æfingar, og taka þau svo saman og ganga frá aftur inn í tækjageymslu að æfingum loknum, því aðrar íþróttir voru einnig stundaðar á Skemmuveginum,“ segir í fréttinni á heimasíðu Gerplu. Gerpla hafði aðstöðu á Skemmuveginum þar til að félagið flutti í sitt frábæra fimleikahús í Versölum á árinu 2005. Þriðja húsið var síðan nýtt fimleikahús í Vatnsenda í Kópavoginum sen var opnað á árinu 2018. Það má sjá fésbókarfærsluna og brotið úr myndbandið hér fyrir ofan.
Fimleikar Kópavogur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti