Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 15:30 Eyjamenn fagna sigurmarki sínu í Safmýrinni á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira