„Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 14:01 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson voru hressir í Seinni bylgjunni. Stöð 2 Sport Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. Þór er í 11. sæti, efra fallsætinu, en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Gróttu. Þar að auki eiga liðin eftir að mætast og Þór vann fyrri leik sinn við Gróttu í vetur. „Ég er viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel í dag. Þetta er búið að vera svolítið gott hjá þeim og þeir búnir að fá mikið lof, á meðan að Þórsararnir eru búnir að vera að berjast. En núna eru Þórsarar komnir, byrjaðir að pikka í þá, og láta vita að þeir séu að koma,“ sagði Bjarni Fritzson í Seinni bylgjunni. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þórsurum hrósað eftir sigurinn á Val Þórsarar sýndu þolinmæði og aga, og spiluðu langar sóknir í 25-22 sigrinum gegn Val í Höllinni á Akureyri á sunnudaginn: „Við erum búnir að tala um það í allan vetur að þeir kunna sín takmörk. Það er erfitt að spila á móti liði sem kann sín takmörk,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið talað um það fyrir leikinn að gefa sér tíma í allar sóknir. Þótt að höndin komi upp [til marks um að það sé að koma leiktöf] þá er ekkert panikk, og ef það er vesen þá er boltanum hent út í horn á Ihor og hann fer inn af endalínunni, liðið nær að skila sér til baka og stilla upp í vörn,“ bætti hann við. Þjálfarinn með alla með sér í liði Einar Andri kvaðst ánægður með störf Halldórs Arnar Tryggvasonar, þjálfara Þórs: „Hann er á sínu fyrsta ári í þessari deild, ungur og efnilegur, og rétt eins og Arnar Daði [Arnarsson, þjálfari Gróttu] að ná ótrúlega miklu út úr sínu liði. Við vitum ekkert hvernig þetta fer en ef að Þórsarar fara niður geta þeir byggt á því áfram að vera með góðan þjálfara,“ sagði Einar Andri, og Bjarni tók undir: „Við sjáum að strákarnir hafa trú á verkefninu. Það að ungur þjálfari nái að fá alla svona með sér í lið, og fylgja skipulaginu, það sýnir að hann er með „klefann“. Það er mjög gott í bakpokann hjá honum.“ Einar Andri segir að Þórsarar gætu með aðeins meiri heppni verið mun betur staddir: „Það eru gæði í liðinu hjá þeim. Meiðslin hafa verið mikil og þeir fengu útlending sem þeir gátu ekki notað, og maður spyr sig hvernig staðan væri ef að þeir hefðu haldið aðeins betur heilsu og fengið útlending hægra megin á völlinn. Þá væri þetta lið með mikið fleiri stig.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Þór Akureyri Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira
Þór er í 11. sæti, efra fallsætinu, en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Gróttu. Þar að auki eiga liðin eftir að mætast og Þór vann fyrri leik sinn við Gróttu í vetur. „Ég er viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel í dag. Þetta er búið að vera svolítið gott hjá þeim og þeir búnir að fá mikið lof, á meðan að Þórsararnir eru búnir að vera að berjast. En núna eru Þórsarar komnir, byrjaðir að pikka í þá, og láta vita að þeir séu að koma,“ sagði Bjarni Fritzson í Seinni bylgjunni. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þórsurum hrósað eftir sigurinn á Val Þórsarar sýndu þolinmæði og aga, og spiluðu langar sóknir í 25-22 sigrinum gegn Val í Höllinni á Akureyri á sunnudaginn: „Við erum búnir að tala um það í allan vetur að þeir kunna sín takmörk. Það er erfitt að spila á móti liði sem kann sín takmörk,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið talað um það fyrir leikinn að gefa sér tíma í allar sóknir. Þótt að höndin komi upp [til marks um að það sé að koma leiktöf] þá er ekkert panikk, og ef það er vesen þá er boltanum hent út í horn á Ihor og hann fer inn af endalínunni, liðið nær að skila sér til baka og stilla upp í vörn,“ bætti hann við. Þjálfarinn með alla með sér í liði Einar Andri kvaðst ánægður með störf Halldórs Arnar Tryggvasonar, þjálfara Þórs: „Hann er á sínu fyrsta ári í þessari deild, ungur og efnilegur, og rétt eins og Arnar Daði [Arnarsson, þjálfari Gróttu] að ná ótrúlega miklu út úr sínu liði. Við vitum ekkert hvernig þetta fer en ef að Þórsarar fara niður geta þeir byggt á því áfram að vera með góðan þjálfara,“ sagði Einar Andri, og Bjarni tók undir: „Við sjáum að strákarnir hafa trú á verkefninu. Það að ungur þjálfari nái að fá alla svona með sér í lið, og fylgja skipulaginu, það sýnir að hann er með „klefann“. Það er mjög gott í bakpokann hjá honum.“ Einar Andri segir að Þórsarar gætu með aðeins meiri heppni verið mun betur staddir: „Það eru gæði í liðinu hjá þeim. Meiðslin hafa verið mikil og þeir fengu útlending sem þeir gátu ekki notað, og maður spyr sig hvernig staðan væri ef að þeir hefðu haldið aðeins betur heilsu og fengið útlending hægra megin á völlinn. Þá væri þetta lið með mikið fleiri stig.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Þór Akureyri Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. – Valur 25-22 | Heimamenn skelltu Val Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum fyrir mánaðalangt kórónuveirustopp og þeir byrjuðu ekki vel eftir stoppið er þeir töpuðu fyrir Þór Akureyri. 25. apríl 2021 19:29