Ekki búin að loka landsliðsdyrunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 12:00 Sif Atladóttir hefur leikið með íslenska landsliðinu á þremur Evrópumótum. vísir/bára Sif Atladóttir stefnir ótrauð á að endurheimta sæti sitt í íslenska landsliðinu. Hún lék sinn fyrsta leik með Kristianstad í eitt og hálft ár um helgina. Sif eignaðist sitt annað barn í september í fyrra. Sif var ekki valin í fyrsta landsliðshóp nýs landsliðsþjálfara, Þorsteins Halldórssonar, enda ekki í neinni leikæfingu. Hún ætlar sér hins vegar að komast aftur í landsliðið og bæta við þá 82 landsleiki sem hún hefur spilað. „Ég fann það alveg í fyrra, áður en ég átti, að ég er ekki alveg búin með landsliðinu. En svo er það bara Steina að velja mig þegar þar að kemur,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif verður 36 ára um miðjan júlí. Hún telur sig geta hjálpað landsliðinu á næstu árum. „Það er markmið en fyrsta skrefið er að koma mér til baka með Kristianstad. Og ef ég stend mig þar veit ég að ég banka á einhverjar dyr. Ég er alls ekki búin að loka dyrunum að landsliðinu. Það er ofboðslega spennandi uppbygging þar og ég held að ég gæti aðstoðað með eitthvað þar, með mína reynslu. Kári Árnason hefur alveg sýnt að maður getur spilað langt fram eftir,“ sagði Sif sem er þremur árum yngri en Kári. „Ég á allavega tvö til þrjú ár eftir,“ bætti Sif við og hló. „Ef mitt tímaplan heldur og ég verð komin í mitt fyrra form í haust ætti ég að geta látið vita af mér þá. Svo er það landsliðsþjálfaranna að velja hópinn.“ Sif leist vel á það sem hún sá til íslenska liðið í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu fyrr í þessum mánuði. „Steini notaði marga leikmenn sem hafa ekki spilað mikið með landsliðinu. Mér fannst liðið skipulagt og agað og það var ofboðslega gaman að sjá alla leikmennina sem fóru í atvinnumennsku í vetur. Þeirra leikur hefur þróast mjög hratt sem er jákvætt og rosalega gott fyrir landsliðið,“ sagði Sif. „Mér fannst þetta líta rosalega vel út. Það var gott að fá þessa leiki áður en undankeppnin hefst í haust og svo er enn heilt ár í EM.“ EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Sif var ekki valin í fyrsta landsliðshóp nýs landsliðsþjálfara, Þorsteins Halldórssonar, enda ekki í neinni leikæfingu. Hún ætlar sér hins vegar að komast aftur í landsliðið og bæta við þá 82 landsleiki sem hún hefur spilað. „Ég fann það alveg í fyrra, áður en ég átti, að ég er ekki alveg búin með landsliðinu. En svo er það bara Steina að velja mig þegar þar að kemur,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif verður 36 ára um miðjan júlí. Hún telur sig geta hjálpað landsliðinu á næstu árum. „Það er markmið en fyrsta skrefið er að koma mér til baka með Kristianstad. Og ef ég stend mig þar veit ég að ég banka á einhverjar dyr. Ég er alls ekki búin að loka dyrunum að landsliðinu. Það er ofboðslega spennandi uppbygging þar og ég held að ég gæti aðstoðað með eitthvað þar, með mína reynslu. Kári Árnason hefur alveg sýnt að maður getur spilað langt fram eftir,“ sagði Sif sem er þremur árum yngri en Kári. „Ég á allavega tvö til þrjú ár eftir,“ bætti Sif við og hló. „Ef mitt tímaplan heldur og ég verð komin í mitt fyrra form í haust ætti ég að geta látið vita af mér þá. Svo er það landsliðsþjálfaranna að velja hópinn.“ Sif leist vel á það sem hún sá til íslenska liðið í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu fyrr í þessum mánuði. „Steini notaði marga leikmenn sem hafa ekki spilað mikið með landsliðinu. Mér fannst liðið skipulagt og agað og það var ofboðslega gaman að sjá alla leikmennina sem fóru í atvinnumennsku í vetur. Þeirra leikur hefur þróast mjög hratt sem er jákvætt og rosalega gott fyrir landsliðið,“ sagði Sif. „Mér fannst þetta líta rosalega vel út. Það var gott að fá þessa leiki áður en undankeppnin hefst í haust og svo er enn heilt ár í EM.“
EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira