Veitingamenn líta sumarið björtum augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. apríl 2021 22:00 Veitingamenn segjast bjartsýnir fyrir komandi tímum þrátt fyrir erfiðleika í vetur. Vísir Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira