Árni Ólafur er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:43 Árni Ólafur Ásgeirsson er látinn 49 ára að aldri. Getty/J. Vespa Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son. Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum. Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum.
Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira