Árni Ólafur er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:43 Árni Ólafur Ásgeirsson er látinn 49 ára að aldri. Getty/J. Vespa Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son. Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum. Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Sjá meira
Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum.
Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Sjá meira