Dæmdur fyrir að níða og taka myndskeið af deyjandi lögreglumönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2021 07:43 Pusey játaði að hafa gert grín að lögreglumönnunum þar sem þeir lágu deyjandi. epa Ástralskur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa myndað og talað niður til lögreglumanna þar sem þeir lágu fyrir dauðanum. Hinn 42 ára Richard Pusey hefur setið um 300 daga í gæsluvarðhaldi og verður líklega sleppt á næstu dögum. Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Sjá meira
Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Sjá meira
Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00