Mun hærri fjárhæðir í boði fyrir Valskonur og Blika Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 09:01 Breiðablik fer í Meistaradeild Evrópu sem ríkjandi Íslandsmeistari. vísir/hulda Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valskonur verða á meðal þeirra sem freista þess að komast í nýja riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hleypt verður af stokkunum í haust. Þar verða fleiri tugir milljóna króna í boði. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti