Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2021 12:06 Hvorki náðist í Guðrúnu né Helga Grímsson, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar. Vísir/Vilhelm Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. Þetta kemur fram í tölvupósti sem leikskólastjórinn Guðrún Gunnarsdóttir sendi foreldrum 20. apríl síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Vísis komu tíðindin flatt upp á foreldra en samkvæmt póstinum átti það einnig við um starfsmenn leikskólans. Þannig segist leikskólastjórinn ekki hafa getað veitt upplýsingar um málið fyrr en nú en í póstinum er vitnað í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann í maí/júní í fyrra en stjórnendur Kvistaborgar fengu ekki afhenta fyrr en í mars síðastliðnum. „Í stuttu máli þá staðfestu niðurstöður það sem við nokkurn veginn vissum, þ.e. að loftið er of staðið og oft og tíðum erum við að slást um súrefnið, of margir í sama rými. Þrátt fyrir að vera meistarar í því að opna glugga þá dugar það ekki alltaf til í veðursældinni í dalnum. Þetta er verkefni sem við erum að skoða,“ segir Guðrún í póstinum. Þá hafi greining Náttúrufræðistofnunar Íslands á ryksýni bent til þess að ástæða væri til að skoða svokallaða „gryfju“ milli tveggja deilda og kanna möguleika á rakaskemmdum. „Í sýninu fannst töluvert af sveppagróum sem komið höfðu inn með útiloftinu en einnig fannst sveppagró sem gæti átt uppruna sinn innanhúss eða utanhúss. Því er talin ástæða til að skoða rýmið betur og útiloka mögulega mengun frá rakaskemmdum innanhúss,“ segir Guðrún. Þá segir hún að gryfjunni hafi umsvifalaust verið lokað þegar skólastjórnendur fengu skýrsluna í hendur 11. mars síðastliðinn. Samkvæmt póstinum á eftir að finna út úr því hvernig verður með hádegismat og ræstingu í skátaheimilinu.Vísir/Vilhelm „Aðeins sérvalið leikefni sem fer fyrst í sótthreinsun“ Guðrún segir í póstinum að hugsanlega sé raki í veggjum og gólfum sem þurfi að rannsaka betur. Hann sé ekki sýnilegur í dag en síðast hafi lekið inn á deildina Asparlund vorið 2020 og farið í viðgerðir í júlí sama ár. „Ég hef ætíð óskað eftir betri myglu-sýnatöku í Kvistaborg en talað fyrir daufum eyrum. Ég fór þá leið að panta sjálf sýnatöku frá Eflu verkfræðistofu fyrir Kvistaborg, í kjölfarið á niðurstöðum frá Mannviti. Það er búið að taka nokkur sýni á þessum tveimur stöðum þar sem á að fara í framkvæmdir, Asparlundi og gryfjunni. Mygla eða ekki mygla, það vitum við ekki fyrir víst, en við bíðum eftir niðurstöðum í skýrslu frá Eflu. Þegar skýrslan berst mun ég upplýsa ykkur nánar um stöðu mála,“ segir leikskólastjóri í póstinum til foreldra. Asparlundur og Reynilundur, deildirnar þar sem elstu börnin dvelja, hafa frá og með deginum í dag verið fluttar í skátaheimilið og verða þar á meðan framkvæmdir standa yfir, sem eru sagðar munu taka einhverja mánuði. Í póstinum er tekið fram að engin húsgögn verði flutt í skátaheimilið, „aðeins sérvalið leikefni sem fer fyrst í sótthreinsun.“ „Það eru alltaf einhver verkefni, sum alveg óumbeðin eins og þetta. Það þýðir ekkert annað en að stilla hugarfarið og líta á þetta verkefni sem svolítið ævintýri,“ segir Guðrún. „Þetta er óumflýjanlegt og við viljum ekki vera í Kvistaborg í einhverju iðnaðarryki sem svo auk þess er kannski er mengað af myglu. Við viljum út úr húsinu og láta börn og starfsmenn njóta vafans. Ég segi, þetta er svolítið vont gott vesen en það er tilhlökkun að komast í meira rými, því við erum aðþrengd í dag og við fáum betri Kvistaborg fyrir framtíðina.“ Leikskólar Börn og uppeldi Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem leikskólastjórinn Guðrún Gunnarsdóttir sendi foreldrum 20. apríl síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Vísis komu tíðindin flatt upp á foreldra en samkvæmt póstinum átti það einnig við um starfsmenn leikskólans. Þannig segist leikskólastjórinn ekki hafa getað veitt upplýsingar um málið fyrr en nú en í póstinum er vitnað í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann í maí/júní í fyrra en stjórnendur Kvistaborgar fengu ekki afhenta fyrr en í mars síðastliðnum. „Í stuttu máli þá staðfestu niðurstöður það sem við nokkurn veginn vissum, þ.e. að loftið er of staðið og oft og tíðum erum við að slást um súrefnið, of margir í sama rými. Þrátt fyrir að vera meistarar í því að opna glugga þá dugar það ekki alltaf til í veðursældinni í dalnum. Þetta er verkefni sem við erum að skoða,“ segir Guðrún í póstinum. Þá hafi greining Náttúrufræðistofnunar Íslands á ryksýni bent til þess að ástæða væri til að skoða svokallaða „gryfju“ milli tveggja deilda og kanna möguleika á rakaskemmdum. „Í sýninu fannst töluvert af sveppagróum sem komið höfðu inn með útiloftinu en einnig fannst sveppagró sem gæti átt uppruna sinn innanhúss eða utanhúss. Því er talin ástæða til að skoða rýmið betur og útiloka mögulega mengun frá rakaskemmdum innanhúss,“ segir Guðrún. Þá segir hún að gryfjunni hafi umsvifalaust verið lokað þegar skólastjórnendur fengu skýrsluna í hendur 11. mars síðastliðinn. Samkvæmt póstinum á eftir að finna út úr því hvernig verður með hádegismat og ræstingu í skátaheimilinu.Vísir/Vilhelm „Aðeins sérvalið leikefni sem fer fyrst í sótthreinsun“ Guðrún segir í póstinum að hugsanlega sé raki í veggjum og gólfum sem þurfi að rannsaka betur. Hann sé ekki sýnilegur í dag en síðast hafi lekið inn á deildina Asparlund vorið 2020 og farið í viðgerðir í júlí sama ár. „Ég hef ætíð óskað eftir betri myglu-sýnatöku í Kvistaborg en talað fyrir daufum eyrum. Ég fór þá leið að panta sjálf sýnatöku frá Eflu verkfræðistofu fyrir Kvistaborg, í kjölfarið á niðurstöðum frá Mannviti. Það er búið að taka nokkur sýni á þessum tveimur stöðum þar sem á að fara í framkvæmdir, Asparlundi og gryfjunni. Mygla eða ekki mygla, það vitum við ekki fyrir víst, en við bíðum eftir niðurstöðum í skýrslu frá Eflu. Þegar skýrslan berst mun ég upplýsa ykkur nánar um stöðu mála,“ segir leikskólastjóri í póstinum til foreldra. Asparlundur og Reynilundur, deildirnar þar sem elstu börnin dvelja, hafa frá og með deginum í dag verið fluttar í skátaheimilið og verða þar á meðan framkvæmdir standa yfir, sem eru sagðar munu taka einhverja mánuði. Í póstinum er tekið fram að engin húsgögn verði flutt í skátaheimilið, „aðeins sérvalið leikefni sem fer fyrst í sótthreinsun.“ „Það eru alltaf einhver verkefni, sum alveg óumbeðin eins og þetta. Það þýðir ekkert annað en að stilla hugarfarið og líta á þetta verkefni sem svolítið ævintýri,“ segir Guðrún. „Þetta er óumflýjanlegt og við viljum ekki vera í Kvistaborg í einhverju iðnaðarryki sem svo auk þess er kannski er mengað af myglu. Við viljum út úr húsinu og láta börn og starfsmenn njóta vafans. Ég segi, þetta er svolítið vont gott vesen en það er tilhlökkun að komast í meira rými, því við erum aðþrengd í dag og við fáum betri Kvistaborg fyrir framtíðina.“
Leikskólar Börn og uppeldi Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira