Innlent

Fjögurra ára drengur lést af slysförum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Miðlæg rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú slysið.
Miðlæg rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú slysið.

Fjögurra ára drengur lést á Landspítala í fyrradag eftir að aðskotahlutur festist í hálsi hans á miðvikudag í síðustu viku.

Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Hafnarfirði staðfestir þetta í samtali við Vísi. Málið sé nú á borði miðlægrar rannsóknardeildar.

Mannlíf greindi fyrst frá andláti drengsins í morgun og hafði upp úr tilkynningu frá leikskóla hans. Fram kemur í tilkynningunni sem Mannlíf birtir á vef sínum að drengurinn hafi lent í alvarlegu slysi á leið heim úr leikskólanum.

Hann hafi látist á mánudagsmorgun eftir aðhlynningu á Landspítala. Þá segir í tilkynningu að áfallateymi leikskólans og Hafnarfjarðar hafi verið virkjuð. Fjölskyldu drengsins eru jafnframt sendar innilegar samúðarkveðjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×