Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. júní 2021 07:01 Hversu jákvætt er það að vera alltaf að vinna? Vísir/Getty Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. En hver eru einkenni vinnualkans og eru þau jákvæð? Í umfjöllun Forbes hér um árið, segir að fyrirbærið vinnualki sé langt frá því að vera eitthvað sem aðeins tengist nútímavinnuumhverfi. Því einkenni vinnualkans hafa vísindin rannsakað í ríflega hálfa öld. Sem þýðir að það að vera vinnualki var eitthvað sem var orðið vel þekkt löngu áður en tæknin fór að ryðja sér rúms. Til dæmis að við værum alltaf sítengd, með síma og net hvert sem við förum. Í greininni er vitnað í skilgreiningar um einkenni vinnualka, samkvæmt norskri rannsókn. Einkennin eru sjö talsins og getur hver og einn metið fyrir sjálfan sig, hvort tiltekin staðhæfing eigi við: Þú gerir ráðstafanir í þínu daglega lífi þannig að þú hafir meiri svigrúm til að vinna Þú vinnur í raun meira en ætlast er til af þér Þér líður betur þegar þú ert að vinna því annars finnur þú fyrir kvíða, samviskubiti eða annarri vanlíðan því þér finnst eins og þú ættir frekar að vera að vinna Fólk í kringum þig hefur nefnt það við þig að þú vinnir mjög mikið og ættir að reyna að draga úr því að vera alltaf að vinna Það gerir þig stressaðan/stressaða að geta ekki unnið eins mikið og þú vilt Vinnan gengur fyrir. Þess vegna nærðu til dæmis ekki að sinna áhugamálum, afþreyingu eða hreyfingu eins og þú vildir, því þú ert alltaf að vinna Þú vinnur svo mikið, að vinnan hefur áhrif á heilsu þína og líðan Ef þú ert oftar en ekki að kinka kolli við ofangreindum staðhæfingum, má telja líklegt að þú skilgreinist sem vinnualki. Þá eru vinnualkar oft einstaklingar sem eru… Mjög bóngóðir Stressaðir Hugmyndaríkir Yngra fólk á vinnumarkaði er sagt líklegra til að vera vinnualkar en að vera vinnualki er óháð kyni, menntun eða hjúskapastöðu. Að vera foreldri getur þó haft áhrif á það, hversu miklar eða litlar líkur það eru á því að þú sért vinnualki. Þegar rannsóknin var gerð í Noregi, árið 2014, töldust samkvæmt hennar niðurstöðum um 8.3% Norðmanna vera vinnualkar. Þá segir í grein Forbes að aðrar rannsóknir bendi til þess að þetta hlutfall sé víða um 10%. Vinnustaðamenning Heilsa Tengdar fréttir Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En hver eru einkenni vinnualkans og eru þau jákvæð? Í umfjöllun Forbes hér um árið, segir að fyrirbærið vinnualki sé langt frá því að vera eitthvað sem aðeins tengist nútímavinnuumhverfi. Því einkenni vinnualkans hafa vísindin rannsakað í ríflega hálfa öld. Sem þýðir að það að vera vinnualki var eitthvað sem var orðið vel þekkt löngu áður en tæknin fór að ryðja sér rúms. Til dæmis að við værum alltaf sítengd, með síma og net hvert sem við förum. Í greininni er vitnað í skilgreiningar um einkenni vinnualka, samkvæmt norskri rannsókn. Einkennin eru sjö talsins og getur hver og einn metið fyrir sjálfan sig, hvort tiltekin staðhæfing eigi við: Þú gerir ráðstafanir í þínu daglega lífi þannig að þú hafir meiri svigrúm til að vinna Þú vinnur í raun meira en ætlast er til af þér Þér líður betur þegar þú ert að vinna því annars finnur þú fyrir kvíða, samviskubiti eða annarri vanlíðan því þér finnst eins og þú ættir frekar að vera að vinna Fólk í kringum þig hefur nefnt það við þig að þú vinnir mjög mikið og ættir að reyna að draga úr því að vera alltaf að vinna Það gerir þig stressaðan/stressaða að geta ekki unnið eins mikið og þú vilt Vinnan gengur fyrir. Þess vegna nærðu til dæmis ekki að sinna áhugamálum, afþreyingu eða hreyfingu eins og þú vildir, því þú ert alltaf að vinna Þú vinnur svo mikið, að vinnan hefur áhrif á heilsu þína og líðan Ef þú ert oftar en ekki að kinka kolli við ofangreindum staðhæfingum, má telja líklegt að þú skilgreinist sem vinnualki. Þá eru vinnualkar oft einstaklingar sem eru… Mjög bóngóðir Stressaðir Hugmyndaríkir Yngra fólk á vinnumarkaði er sagt líklegra til að vera vinnualkar en að vera vinnualki er óháð kyni, menntun eða hjúskapastöðu. Að vera foreldri getur þó haft áhrif á það, hversu miklar eða litlar líkur það eru á því að þú sért vinnualki. Þegar rannsóknin var gerð í Noregi, árið 2014, töldust samkvæmt hennar niðurstöðum um 8.3% Norðmanna vera vinnualkar. Þá segir í grein Forbes að aðrar rannsóknir bendi til þess að þetta hlutfall sé víða um 10%.
Vinnustaðamenning Heilsa Tengdar fréttir Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01
Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00