„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2021 20:17 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. „Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði. Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Leikurinn er ekki unninn, við erum í uppbótartíma og við fengum á okkur mark í uppbótartímanum en við herðum þá róðurinn og ætlum okkur að komast aftur yfir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi um hópsmitið sem upp hefur komið í Þorlákshöfn. Fyrir skimunina í dag voru alls þrettán í einangrun og 97 í sóttkví í sveitarfélaginu. Stór skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag vegna hópsýkingarinnar. „Við byrjuðum daginn á því að skima um tvö hundruð manns í grunnskólanum. Þetta voru þrír árgangar sem voru skimaðir og allir starfsmenn skólans. Í viðbót við þá voru skimaðir íbúar sem voru með einkenni sem skráðu sig í gegnum Heilsuveru og þetta gekk hratt og örugglega og nú bíðum við í óvæni eftir að niðurstöðu skimana,“ segir Elliði. Hann reiknaði með að niðurstöður úr skimun dagsins gætu legið fyrir nú í kvöld. „Það eru þrettán manns í einangrun núna og þá leyfum við okkur að vera vongóð um að þessi samfélagslegu viðbrögð sem gripið var til, að þau hafi virkað. En við búum okkur undir það að það fjölgi eitthvað í hópnum,“ sagði Elliði þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag. Hann segir bæjarbúa hafa verið duglega við að taka þátt í verkefninu og leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessum fallega vordegi er eins og þetta sé tíminn á milli jóla og nýárs eða eitthvað þess háttar. Það eru fáir á ferli og fólk tekur þessu alvarlega sem betur fer og við höfum ekki gripið til þvingandi aðgerða á neinn máta heldur höfðað til þessarar samfélagslegu ábyrgðar. Við Íslendingar erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna, við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera og í svona stöðu þá er bara að gera það og við erum alveg óendanlega þakklát íbúum hér í Þorlákshöfn að taka þátt í verkefninu,“ segir Elliði. Íbúar séu allir sem einn að taka þátt. Sjálfur kveðst Elliði ekki hafa heyrt af neinum sem sé alvarlega veikur. „En þetta er skítapest.“ Hann bindur vonir við að ekki hafi margir greinst smitaðir í þeirri skimun sem fram fór í dag en önnur skimun verður á föstudaginn. „Þá skimum við þá sem að voru útsettir núna á þriðjudaginn, skimunin í morgun var fyrir þá sem voru útsettir fyrir viku og núna skimum við þá sem hafa verið í einangrun og sóttkví á föstudaginn og sömuleiðis ef fólk er með einkenni að þá þarf það að skrá sig á Heilsuveru. Vonandi fer þetta allt vel og við getum horft út úr þessu og unnið áfram,“ segir Elliði.
Ölfus Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira