Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 10:24 „Leghálskrabbamein þróast yfirleitt 10-30 árum eftir að kona smitast af HPV. Því hefur töf á skimun eða svörum við henni um vikur, mánuði eða jafnvel ár þannig sjaldan áhrif á heilsu heilbrigðra einkennalausra kvenna,“ segir í tilkynningu heilsugæslunnar. Getty Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. Leghálssýnin eru rannsökuð á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í tilkynningunni segir að átta vikna svartímann megi meðal annars rekja til uppsafnaðra sýna frá fyrri þjónustuaðila, aukins fjölda sýna, Covid-19 og skráningar í skimunarskrá Embættis landslæknis. „Fyrri þjónustuaðili“ er Krabbameinsfélag Íslands en ítrekað hefur verið greint frá því að um 2.000 sýni voru órannsökuð þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Þess ber þó að geta að stjórnendur KÍ höfðu gert heilbrigðisráðuneytinu grein fyrir því í október að þessar aðstæður myndu skapast þegar verkefnið skipti um hendur og lagt til lausnir. Heilbrigðisráðuneytið sagðist hins vegar ekki telja þörf á því að fresta því að KÍ hætti að taka sýni (30. nóvember) en þó var ekki gengið frá samningnum við Hvidovre fyrr en í febrúar. Fram að þeim tíma lágu umrædd sýni óhreyfð hjá heilsugæslunni. Í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu heilsugæslunnar í gær segir að þegar búið verði að vinna upp töf og launsir á skráningu í skimunarskrá verði komnar til framkvæmda verði hægt að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Þeir staðlar kveði á um að yfir 80 prósent kvenna fái niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að sýni er tekið og allar konur fái niðurstöðu innan sex vikna. Þessi fyrirheit eru í hróplegu ósamræmi við þau tímamörk sem Kristján Oddson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, talaði um þegar Vísir ræddi við hann í lok janúar, þegar hyllti í samning við Hvidovre. Þá sagði Kristján að konur fengju niðurstöðu innan tíu til fjórtán daga, að hámarki. Hafa ber í huga í þessu samhengi að þegar leghálsskimunin fluttist frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar var jafnframt tekin upp sú breyting að HPV greining, það er að segja skimun fyrir HPV veirunni, er fyrsta rannsókn. Meirihluti sýnanna sem fara til Kaupmannahöfns eru því aðeins HPV greind. Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti auðveldlega tekið að sér umræddar rannsóknir, ekki síst með tilkomu nýs tækis sem einnig er notað við skimun fyrir Covid-19, og að svartíminn yrði í mesta lagi þrír dagar. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Leghálssýnin eru rannsökuð á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í tilkynningunni segir að átta vikna svartímann megi meðal annars rekja til uppsafnaðra sýna frá fyrri þjónustuaðila, aukins fjölda sýna, Covid-19 og skráningar í skimunarskrá Embættis landslæknis. „Fyrri þjónustuaðili“ er Krabbameinsfélag Íslands en ítrekað hefur verið greint frá því að um 2.000 sýni voru órannsökuð þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Þess ber þó að geta að stjórnendur KÍ höfðu gert heilbrigðisráðuneytinu grein fyrir því í október að þessar aðstæður myndu skapast þegar verkefnið skipti um hendur og lagt til lausnir. Heilbrigðisráðuneytið sagðist hins vegar ekki telja þörf á því að fresta því að KÍ hætti að taka sýni (30. nóvember) en þó var ekki gengið frá samningnum við Hvidovre fyrr en í febrúar. Fram að þeim tíma lágu umrædd sýni óhreyfð hjá heilsugæslunni. Í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu heilsugæslunnar í gær segir að þegar búið verði að vinna upp töf og launsir á skráningu í skimunarskrá verði komnar til framkvæmda verði hægt að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Þeir staðlar kveði á um að yfir 80 prósent kvenna fái niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að sýni er tekið og allar konur fái niðurstöðu innan sex vikna. Þessi fyrirheit eru í hróplegu ósamræmi við þau tímamörk sem Kristján Oddson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, talaði um þegar Vísir ræddi við hann í lok janúar, þegar hyllti í samning við Hvidovre. Þá sagði Kristján að konur fengju niðurstöðu innan tíu til fjórtán daga, að hámarki. Hafa ber í huga í þessu samhengi að þegar leghálsskimunin fluttist frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar var jafnframt tekin upp sú breyting að HPV greining, það er að segja skimun fyrir HPV veirunni, er fyrsta rannsókn. Meirihluti sýnanna sem fara til Kaupmannahöfns eru því aðeins HPV greind. Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti auðveldlega tekið að sér umræddar rannsóknir, ekki síst með tilkomu nýs tækis sem einnig er notað við skimun fyrir Covid-19, og að svartíminn yrði í mesta lagi þrír dagar.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12
Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30
Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20