Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2021 14:53 Alls eru 34 í einangrun á Suðurlandi. Elín Freyja Hauksdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm/HSU Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12
Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10
Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19