„Kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2021 07:01 Salka Sól varð fyrir miklu einelti á sínum tíma. Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld hefur verið fyrirferðarmikil í skemmtanabransanum hér á landi í nokkur ár. Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira