„Kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2021 07:01 Salka Sól varð fyrir miklu einelti á sínum tíma. Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld hefur verið fyrirferðarmikil í skemmtanabransanum hér á landi í nokkur ár. Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira