Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna veikinda Sylvía Hall skrifar 1. maí 2021 07:51 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Hún hyggst nú hætta í borgarstjórn sökum veikinda. Mynd/Aðsend Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, hyggst hætta í borgarstjórn vegna veikinda. Hún er þessa stundina í gigtarrannsóknum en engin niðurstaða hefur fengist varðandi veikindi hennar enn sem komið er. Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“ Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir