126 konur á leið upp Kvennadalshnjúk Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 00:02 Talið er að gangan muni taka fjórtán til sextán klukkustundir. Aðsend 126 konur lögðu af stað í göngu upp á Hvannadalshnjúk á Öræfajökli klukkan 23 í kvöld til styrktar nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum. Gerir hópurinn ráð fyrir að fyrstu konurnar muni toppa Kvennadalshnjúkinn, eins og þær kjósa að kalla hann, um sjöleytið í fyrramálið. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir eru leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en uppistaðan í honum er útivistarhópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Hluti af vöskum hópi göngukvenna. aðsend Að sögn Mbl.is eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, meðal þeirra sem eru með í för. Hópurinn er nú lagður af stað í fjórtán til sextán tíma göngu til að safna fyrir krabbameinsdeildinni og hvetur fólk til að styðja við söfnunina. Snjódrífurnar vöktu athygli þegar þær lögðu í 150 kílómetra ferðalag yfir Vatnajökul í fyrra til að styðja Styrktarfélagið Líf og Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Líkt og þá gengur hópurinn undir formerkjum félagasamtakanna og kalla hana Lífskraftsgöngu. Með söfnuninni vilja Snjódrífurnar halda áfram að styðja við skjólstæðinga félaganna tveggja. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Gerir hópurinn ráð fyrir að fyrstu konurnar muni toppa Kvennadalshnjúkinn, eins og þær kjósa að kalla hann, um sjöleytið í fyrramálið. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir eru leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en uppistaðan í honum er útivistarhópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Hluti af vöskum hópi göngukvenna. aðsend Að sögn Mbl.is eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, meðal þeirra sem eru með í för. Hópurinn er nú lagður af stað í fjórtán til sextán tíma göngu til að safna fyrir krabbameinsdeildinni og hvetur fólk til að styðja við söfnunina. Snjódrífurnar vöktu athygli þegar þær lögðu í 150 kílómetra ferðalag yfir Vatnajökul í fyrra til að styðja Styrktarfélagið Líf og Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Líkt og þá gengur hópurinn undir formerkjum félagasamtakanna og kalla hana Lífskraftsgöngu. Með söfnuninni vilja Snjódrífurnar halda áfram að styðja við skjólstæðinga félaganna tveggja. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira