Um helmingur hópsins kominn á toppinn: „Víðsýni og fegurð blasir við á toppnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 09:47 Á toppi Hvannadalshnjúks, eða Kvennadalshnjúks líkt og hópurinn kallar þennan hæsta tind Íslands. Vísir/RAX Fyrstu hópar kvennana 126, sem lögðu á stað seint í gærkvöldi upp á topp Hvannadalshnjúks í nafni Lífskrafts, náðu toppnum snemma í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. „Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira