Endurmeta stærð hættusvæðis: Óvíst hvað veldur auknum hita og gróðurbruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 13:18 Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan sex í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadala. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í Geldingadölum nú fyrir stundu. Vísir/Vilhelm Gríðarlegur hiti er nú við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu en óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Í ljósi breyttrar virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Þetta heldur áfram. Hvað veldur þessum bruna, það geta verið mismunandi aðstæður og hlutir en við sjáum enga kviku koma upp eða neitt svoleiðis,“ segir Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ljóst sé að sinu eða gróðurbruni sé á svæðinu sem sjáist vel á vefmyndavélum. „Það er spurning hvort að hitinn sé að koma frá hraunjaðrinum eða hvort hann sé að koma með einhverri gjósku úr gígnum, það eru náttúrlega stórir strókar að koma upp öðru hverju, eða hvort það sé einhver hiti neðan frá. Við vitum það ekki,“ segir Elísabet. Þónokkurn reyk leggur frá gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Hún ætlar að ekki sé ráðlagt að vera á ferðinni á því svæði þar sem að reykurinn er stígur upp. „Ég veit ekki hvað almannavarnir hafa ráðlagt en ég held að það sé ekki æskilegt að vera þar í kring. Við höfum náttúrlega séð breytingar á gosinu og verðum bara að búast við því áfram,“ segir Elísabet. Ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó er ekki víst að svo sé. Grannt sé fylgst með stöðunni. Töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt en þessi mynd af gosstróknum er tekin í dag.Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 14:02: Tilkynning var að berast frá Veðurstofu Íslands þar sem segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Í ljósi þessarar breyttu virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Þetta heldur áfram. Hvað veldur þessum bruna, það geta verið mismunandi aðstæður og hlutir en við sjáum enga kviku koma upp eða neitt svoleiðis,“ segir Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ljóst sé að sinu eða gróðurbruni sé á svæðinu sem sjáist vel á vefmyndavélum. „Það er spurning hvort að hitinn sé að koma frá hraunjaðrinum eða hvort hann sé að koma með einhverri gjósku úr gígnum, það eru náttúrlega stórir strókar að koma upp öðru hverju, eða hvort það sé einhver hiti neðan frá. Við vitum það ekki,“ segir Elísabet. Þónokkurn reyk leggur frá gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Hún ætlar að ekki sé ráðlagt að vera á ferðinni á því svæði þar sem að reykurinn er stígur upp. „Ég veit ekki hvað almannavarnir hafa ráðlagt en ég held að það sé ekki æskilegt að vera þar í kring. Við höfum náttúrlega séð breytingar á gosinu og verðum bara að búast við því áfram,“ segir Elísabet. Ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó er ekki víst að svo sé. Grannt sé fylgst með stöðunni. Töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt en þessi mynd af gosstróknum er tekin í dag.Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 14:02: Tilkynning var að berast frá Veðurstofu Íslands þar sem segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Í ljósi þessarar breyttu virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira