Hannes ráðleggur Sölva að gleyma þessu með Gróusögurnar Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 17:37 Hannes segist þekkja það harla vel að lenda í hakkavél slúðursagna og miðlar til Sölva af reynslu sinni: Gleymdu þessu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er meðal fjölmargra sem lýsir yfir stuðningi við Sölva Tryggvason fjölmiðlamann en bendir honum á að láta rætnar kjaftasögurnar sem vind um eyru þjóta. Þetta gerir Hannes í athugasemd við færslu Sölva sem hefur hefur vakið verulega athygli en Vísir greindi frá efni hennar nú fyrir stundu. Sölvi sagðist vera sem lamaður eftir að blaðamenn tóku að hringja í hann og bera undir hann sögu sem um hann gekk; þess efnis að hann hafi verið handtekinn af lögreglu vegna ofbeldis í garð vændiskonu. „Þú átt alla mína samúð, en þú skalt ekki taka þetta of nærri þér. Þetta breytir engu. Slúður er valdabarátta hinna valdalausu, tilraun þeirra til að höggva í þá, sem eru uppi á sviðinu hverju sinni,“ segir Hannes en snýr sér þá að sinni eigin reynslu í þessum efnum. „Sjálfur hef ég lent í slíku slúðri, og það hefur ekkert gert mér. Þegar við áttum nokkrir í höggi við valdamikinn auðjöfur (ekki Jón Ásgeir), setti sá af stað fáránlegar og tilhæfulausar slúðursögur um mig, sem ég vildi ekki gefa líf með því að endurtaka þær.“ Hannes heldur áfram að miðla Sölva af þessari reynslu sinni og segir að slúðursögunum um sig hafi verið fylgt eftir: „Bubbi Morthens var hins vegar látinn segja þær tvisvar í röð á Þorláksmessutónleikum sínum, og Sigursteinn Másson gerði mér fyrirsát með því að spyrja mig um þær í beinni útsendingu án þess að segja mér frá því fyrirfram. Ég fékk líka nafnlaus bréf, sem voru auðvitað frá þessum aðila. „Þú veist, hvað þú gerðir í … . Ég veit, hvað þú gerðir í … . Viltu, að þjóðin fái að vita það?“ Hannes segist ekkert hafa gert með þetta: „Ég yppti aðeins öxlum. Þú skalt gleyma þessu.“ Fjölmargir hafa nú þegar sent Sölva uppörvandi kveðjur. Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Þetta gerir Hannes í athugasemd við færslu Sölva sem hefur hefur vakið verulega athygli en Vísir greindi frá efni hennar nú fyrir stundu. Sölvi sagðist vera sem lamaður eftir að blaðamenn tóku að hringja í hann og bera undir hann sögu sem um hann gekk; þess efnis að hann hafi verið handtekinn af lögreglu vegna ofbeldis í garð vændiskonu. „Þú átt alla mína samúð, en þú skalt ekki taka þetta of nærri þér. Þetta breytir engu. Slúður er valdabarátta hinna valdalausu, tilraun þeirra til að höggva í þá, sem eru uppi á sviðinu hverju sinni,“ segir Hannes en snýr sér þá að sinni eigin reynslu í þessum efnum. „Sjálfur hef ég lent í slíku slúðri, og það hefur ekkert gert mér. Þegar við áttum nokkrir í höggi við valdamikinn auðjöfur (ekki Jón Ásgeir), setti sá af stað fáránlegar og tilhæfulausar slúðursögur um mig, sem ég vildi ekki gefa líf með því að endurtaka þær.“ Hannes heldur áfram að miðla Sölva af þessari reynslu sinni og segir að slúðursögunum um sig hafi verið fylgt eftir: „Bubbi Morthens var hins vegar látinn segja þær tvisvar í röð á Þorláksmessutónleikum sínum, og Sigursteinn Másson gerði mér fyrirsát með því að spyrja mig um þær í beinni útsendingu án þess að segja mér frá því fyrirfram. Ég fékk líka nafnlaus bréf, sem voru auðvitað frá þessum aðila. „Þú veist, hvað þú gerðir í … . Ég veit, hvað þú gerðir í … . Viltu, að þjóðin fái að vita það?“ Hannes segist ekkert hafa gert með þetta: „Ég yppti aðeins öxlum. Þú skalt gleyma þessu.“ Fjölmargir hafa nú þegar sent Sölva uppörvandi kveðjur.
Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira