Hannes ráðleggur Sölva að gleyma þessu með Gróusögurnar Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 17:37 Hannes segist þekkja það harla vel að lenda í hakkavél slúðursagna og miðlar til Sölva af reynslu sinni: Gleymdu þessu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er meðal fjölmargra sem lýsir yfir stuðningi við Sölva Tryggvason fjölmiðlamann en bendir honum á að láta rætnar kjaftasögurnar sem vind um eyru þjóta. Þetta gerir Hannes í athugasemd við færslu Sölva sem hefur hefur vakið verulega athygli en Vísir greindi frá efni hennar nú fyrir stundu. Sölvi sagðist vera sem lamaður eftir að blaðamenn tóku að hringja í hann og bera undir hann sögu sem um hann gekk; þess efnis að hann hafi verið handtekinn af lögreglu vegna ofbeldis í garð vændiskonu. „Þú átt alla mína samúð, en þú skalt ekki taka þetta of nærri þér. Þetta breytir engu. Slúður er valdabarátta hinna valdalausu, tilraun þeirra til að höggva í þá, sem eru uppi á sviðinu hverju sinni,“ segir Hannes en snýr sér þá að sinni eigin reynslu í þessum efnum. „Sjálfur hef ég lent í slíku slúðri, og það hefur ekkert gert mér. Þegar við áttum nokkrir í höggi við valdamikinn auðjöfur (ekki Jón Ásgeir), setti sá af stað fáránlegar og tilhæfulausar slúðursögur um mig, sem ég vildi ekki gefa líf með því að endurtaka þær.“ Hannes heldur áfram að miðla Sölva af þessari reynslu sinni og segir að slúðursögunum um sig hafi verið fylgt eftir: „Bubbi Morthens var hins vegar látinn segja þær tvisvar í röð á Þorláksmessutónleikum sínum, og Sigursteinn Másson gerði mér fyrirsát með því að spyrja mig um þær í beinni útsendingu án þess að segja mér frá því fyrirfram. Ég fékk líka nafnlaus bréf, sem voru auðvitað frá þessum aðila. „Þú veist, hvað þú gerðir í … . Ég veit, hvað þú gerðir í … . Viltu, að þjóðin fái að vita það?“ Hannes segist ekkert hafa gert með þetta: „Ég yppti aðeins öxlum. Þú skalt gleyma þessu.“ Fjölmargir hafa nú þegar sent Sölva uppörvandi kveðjur. Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Þetta gerir Hannes í athugasemd við færslu Sölva sem hefur hefur vakið verulega athygli en Vísir greindi frá efni hennar nú fyrir stundu. Sölvi sagðist vera sem lamaður eftir að blaðamenn tóku að hringja í hann og bera undir hann sögu sem um hann gekk; þess efnis að hann hafi verið handtekinn af lögreglu vegna ofbeldis í garð vændiskonu. „Þú átt alla mína samúð, en þú skalt ekki taka þetta of nærri þér. Þetta breytir engu. Slúður er valdabarátta hinna valdalausu, tilraun þeirra til að höggva í þá, sem eru uppi á sviðinu hverju sinni,“ segir Hannes en snýr sér þá að sinni eigin reynslu í þessum efnum. „Sjálfur hef ég lent í slíku slúðri, og það hefur ekkert gert mér. Þegar við áttum nokkrir í höggi við valdamikinn auðjöfur (ekki Jón Ásgeir), setti sá af stað fáránlegar og tilhæfulausar slúðursögur um mig, sem ég vildi ekki gefa líf með því að endurtaka þær.“ Hannes heldur áfram að miðla Sölva af þessari reynslu sinni og segir að slúðursögunum um sig hafi verið fylgt eftir: „Bubbi Morthens var hins vegar látinn segja þær tvisvar í röð á Þorláksmessutónleikum sínum, og Sigursteinn Másson gerði mér fyrirsát með því að spyrja mig um þær í beinni útsendingu án þess að segja mér frá því fyrirfram. Ég fékk líka nafnlaus bréf, sem voru auðvitað frá þessum aðila. „Þú veist, hvað þú gerðir í … . Ég veit, hvað þú gerðir í … . Viltu, að þjóðin fái að vita það?“ Hannes segist ekkert hafa gert með þetta: „Ég yppti aðeins öxlum. Þú skalt gleyma þessu.“ Fjölmargir hafa nú þegar sent Sölva uppörvandi kveðjur.
Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira