Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:30 Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Mission framleiðsla „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. „Félagið hefur alveg kallað eftir því að það sé auðveldara aðgengi að okkur. Það er ekki að það skorti beint iðjuþjálfa, við erum alveg mörg, en við erum ekki í grunnþjónustunni. Við erum ekki til staðar þar sem þú getur sótt þína þjónustu sem þú átt skilið.“ Gunnhildur var gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild og má horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræddi þar meðal annars iðjuþjálfastarfið sem hún segir að gefi tækifæri til að starfa á mjög breiðum vettvangi. Klippa: Spjallið með Góðvild - Gunnhildur Jakobsdóttir Endurhæfing í víðum skilningi Gunnhildur segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé betra á landsbyggðinni en í Reykjavík. En ekki alls staðar og margir þurfa að ferðast langt til að fá þessa þjónustu. Á Akureyri, þar sem iðjuþjálfanámið er kennt, er þetta þó orðið fastur hluti af grunnþjónustu. „Fyrir norðan er núna hefði fyrir því að grunnskólar hafi iðjuþjálfa.“ Það er því ójöfnuður í samfélaginu eftir búsetu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun. „Þú gengur hvergi inn hér á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis inn í heilsugæsluna, og færð þjónustu. Segjum að þú sért kannski með hreyfihömlun og viljir fá heimilisathugun eða aðstoð við að sækja um hjálpartæki og orðinn 18 ára, þá þarftu að handleggsbrotna og fara á sjúkrahús til að fá þjónustu iðjuþjálfa. Það er ekkert inni í okkar velferðarkerfi.“ Gunnhildur segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina, vera með snemmtæk úrræði, grípa inn í og vera til staðar. „Við lítum á endurhæfingu í víðum skilningi.“ Hún segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að fá ekki þessa þjónustu. Margir viti heldur ekki af þessari þjónustu og því sem hægt er að fá aðstoð með. Hundurinn fær oft það hlutverk að velja æfingar fyrir barnið. Fyrir suma er nóg að vita af hundinum í rýminu, það brýtur ísinn fyrir barnið. Í kjölfarið á meistaranáminu í iðjuþjálfun fór Gunnhildur í nám varðandi notkun hunda í þjálfuninni og ræðir hún um það í þættinum hér ofar í fréttinni. Hér að neðan má sjá stutt myndband hennar af þjónustuhundinum Skottu hitta barn í iðjuþjálfun. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Dýr Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
„Félagið hefur alveg kallað eftir því að það sé auðveldara aðgengi að okkur. Það er ekki að það skorti beint iðjuþjálfa, við erum alveg mörg, en við erum ekki í grunnþjónustunni. Við erum ekki til staðar þar sem þú getur sótt þína þjónustu sem þú átt skilið.“ Gunnhildur var gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild og má horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræddi þar meðal annars iðjuþjálfastarfið sem hún segir að gefi tækifæri til að starfa á mjög breiðum vettvangi. Klippa: Spjallið með Góðvild - Gunnhildur Jakobsdóttir Endurhæfing í víðum skilningi Gunnhildur segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé betra á landsbyggðinni en í Reykjavík. En ekki alls staðar og margir þurfa að ferðast langt til að fá þessa þjónustu. Á Akureyri, þar sem iðjuþjálfanámið er kennt, er þetta þó orðið fastur hluti af grunnþjónustu. „Fyrir norðan er núna hefði fyrir því að grunnskólar hafi iðjuþjálfa.“ Það er því ójöfnuður í samfélaginu eftir búsetu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun. „Þú gengur hvergi inn hér á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis inn í heilsugæsluna, og færð þjónustu. Segjum að þú sért kannski með hreyfihömlun og viljir fá heimilisathugun eða aðstoð við að sækja um hjálpartæki og orðinn 18 ára, þá þarftu að handleggsbrotna og fara á sjúkrahús til að fá þjónustu iðjuþjálfa. Það er ekkert inni í okkar velferðarkerfi.“ Gunnhildur segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina, vera með snemmtæk úrræði, grípa inn í og vera til staðar. „Við lítum á endurhæfingu í víðum skilningi.“ Hún segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að fá ekki þessa þjónustu. Margir viti heldur ekki af þessari þjónustu og því sem hægt er að fá aðstoð með. Hundurinn fær oft það hlutverk að velja æfingar fyrir barnið. Fyrir suma er nóg að vita af hundinum í rýminu, það brýtur ísinn fyrir barnið. Í kjölfarið á meistaranáminu í iðjuþjálfun fór Gunnhildur í nám varðandi notkun hunda í þjálfuninni og ræðir hún um það í þættinum hér ofar í fréttinni. Hér að neðan má sjá stutt myndband hennar af þjónustuhundinum Skottu hitta barn í iðjuþjálfun. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Dýr Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30
Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15
Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00
„Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30