Eigandi Man. United neitaði að biðjast afsökunar á Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 09:01 Ole Gunnar Solskjær með Avram Glazer og bróður hans. Getty/Michael Regan Avram Glazer, eigandi Manchester United, gæti mögulega hafa hent olíu á eldinn í deilum Glazer fjölskyldunnar við stuðningsmenn félagsins. Nóg er nú hittinn í stuðningsfólkinu fyrir. Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00
Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40
Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00