Kennarar í seinni hluta stafrófsins bíða betri tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2021 16:45 Fjölmargir hafa lýst góðu skipulagi í Laugardalshöll undanfarna daga þar sem þúsundir streyma í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að kennarar á höfuðborgarsvæðinu hafi ekkert skilið í því hvers vegna þeir hafi ekki fengið boð í bólusetningu í Laugardalshöll í dag líkt og fjölmargir kollegar þeirra. Ástæðan er sú að kennarastéttinni var skipt í tvennt vegna áhyggja af að öll stéttin myndi vera frá kennslu á sama tíma vegna áhrifa af bóluefninu. Margoft hefur komið fram að slappleiki í kjölfar bólusetningar sé eðlilegur hlutur. Líkaminn bregðist þannig við bóluefninu og sé þannig búinn undir að verjast Covid-19 veirunni. Margir verða slappir en flestir aðeins fyrsta sólarhringinn. Ari fékk boð en Ólöf þarf að bíða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ósk hafa borist frá kennurum um að hópnum yrði skipt. Og þá sé spurning hvernig eigi að gera það. „Það var ákveðið að taka helminginn og miða við stafrófsröðina,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólakennarar sem eru í fyrri hluta stafrósins fengu því boð um mætingu í dag. „Við náðum A-K í leikskólunum og A-L í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvenær næsti Janssen skammtur berst Fyrri hópurinn var hluti af þeim sem fengu þá sex þúsund skammta af Janssen bóluefninu í dag en bóluefnið krefst aðeins einnar sprautu. Síðari hópur kennara verður að sögn Ragnheiðar boðaður seinna. Óvíst er hvenær. „Við fáum að vita í lok hverrar viku hvað sóttvarnalæknir skammtar okkur,“ segir Ragnheiður. Bólusetning hafi gengið vel fyrir sig í dag að frátaldri sá töf í morgun vegna þess að skammtarnir í glösunum reyndust frekar litlir og dálítið seigir. Því hafi tekið aðeins lengri tíma að draga efnið í sprautuna. Á morgun mæta svo landsmenn fæddir á því herrans ári 1966 og fá AstraZeneca sprautu. Skóla - og menntamál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31 Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34 Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ástæðan er sú að kennarastéttinni var skipt í tvennt vegna áhyggja af að öll stéttin myndi vera frá kennslu á sama tíma vegna áhrifa af bóluefninu. Margoft hefur komið fram að slappleiki í kjölfar bólusetningar sé eðlilegur hlutur. Líkaminn bregðist þannig við bóluefninu og sé þannig búinn undir að verjast Covid-19 veirunni. Margir verða slappir en flestir aðeins fyrsta sólarhringinn. Ari fékk boð en Ólöf þarf að bíða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ósk hafa borist frá kennurum um að hópnum yrði skipt. Og þá sé spurning hvernig eigi að gera það. „Það var ákveðið að taka helminginn og miða við stafrófsröðina,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólakennarar sem eru í fyrri hluta stafrósins fengu því boð um mætingu í dag. „Við náðum A-K í leikskólunum og A-L í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvenær næsti Janssen skammtur berst Fyrri hópurinn var hluti af þeim sem fengu þá sex þúsund skammta af Janssen bóluefninu í dag en bóluefnið krefst aðeins einnar sprautu. Síðari hópur kennara verður að sögn Ragnheiðar boðaður seinna. Óvíst er hvenær. „Við fáum að vita í lok hverrar viku hvað sóttvarnalæknir skammtar okkur,“ segir Ragnheiður. Bólusetning hafi gengið vel fyrir sig í dag að frátaldri sá töf í morgun vegna þess að skammtarnir í glösunum reyndust frekar litlir og dálítið seigir. Því hafi tekið aðeins lengri tíma að draga efnið í sprautuna. Á morgun mæta svo landsmenn fæddir á því herrans ári 1966 og fá AstraZeneca sprautu.
Skóla - og menntamál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31 Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34 Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31
Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34
Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31