Ofurdeildarliðin gætu fengið tveggja ára bann frá Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 09:01 Barcelona er eitt af félögum sem eru ennþá með stæla við UEFA vegna Ofurdeildarinnar. Lionel Messi og félagar unnu Meistaradeildina síðast fyrir sex árum. Getty/VI Images Knattspyrnusamband Evrópu er tilbúið að koma með mjög harðar refsingar gegn félögum sem skrifuðu undir samninginn um að stofna nýja Ofurdeild Evrópu. Það er ef þau eru ekki tilbúinn að samþykkja tilboð sambandsins. Refsiramminn býður upp á tveggja ára bann frá Meistaradeild og Evrópudeild. Heimildarmenn ESPN sem þekkja til hjá UEFA segja að sambandið ætli að refsa þeim félögum harðlega sem eru enn ekki búin að draga sitt „framboð“ til baka. UEFA hefur verið í samræðum við Ofurdeildarliðin tólf undanfarna tíu daga til að reyna að koma í veg fyrir harðar refsingar en tryggja um leið að svona geti ekki endurtekið sig. UEFA ready to pursue disciplinary plan with max penalty of 2 year ban for clubs who haven t renounced Super League. Remaining SL clubs feel they are on strong legal footing.7 have agreed to formally leave. 2 wobbling. If 9 leave, it s (mostly) over. https://t.co/AmW4lUlwEW— Gabriele Marcotti (@Marcotti) May 5, 2021 Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur UEFA náð samkomulagi við sjö lið af þessum tólf en það eru Arsenal, Atletico Madrid, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur. Þessi félög eru því aldrei að fara í langt bann. Nýkrýndir Ítalíumeistarar Internazionale eru líka nálægt því að ná samkomulagi. Það eru hin fjögur liðin sem eftir standa sem eiga það á hættu að fá mjög harða refsingu og missa jafnvel af Meistaradeildinni í tvö ár. Þetta eru lið Juventus, Real Madrid, Barcelona og AC Milan. Þessi fjögur félög eru víst mjög mótfallin tilboði UEFA. ESPN segir líka frá því að ef níu af tólf félögum draga sig úr Ofurdeildinni þá felli samkomulagið úr gildi. UEFA are ready to pursue severe disciplinary action against clubs who signed up to the Super League and have yet to sufficiently distance themselves from the project, multiple sources familiar with the situation have told @Marcotti and @moillorens. https://t.co/nYECGcrW5Z— ESPN FC (@ESPNFC) May 5, 2021 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur þegar látið eftir sér að það sé mikill munur á ensku félögum sex og hinum sex. Hann liggur í því að ensku félögin voru fyrst til að draga sig út úr Ofurdeildarsamkomulaginu og hafa viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Ceferin talar líka um að UEFA ætli sér að taka hvert félag fyrir sér á leið sinni að því að tryggja að engin Ofurdeild fæðist í framtíðinni. „Fyrir mér þá eru þetta þrír hópar hjá þessum tólf félögum. Það eru ensku félögin sex sem drógu sig út fyrst, þá næstu þrjú [Atletico Madrid, AC Milan og Inter] og svo þessi félög sem halda að jörðin sé flöt og að Ofurdeildin sé enn á lífi [Barcelona, Real Madrid og Juventus]. Það er mikill munur á þessum félögum. Öll þurfa þau hins vegar að taka sína ábyrgð á þessu. Hvernig verður að koma í ljós,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Refsiramminn býður upp á tveggja ára bann frá Meistaradeild og Evrópudeild. Heimildarmenn ESPN sem þekkja til hjá UEFA segja að sambandið ætli að refsa þeim félögum harðlega sem eru enn ekki búin að draga sitt „framboð“ til baka. UEFA hefur verið í samræðum við Ofurdeildarliðin tólf undanfarna tíu daga til að reyna að koma í veg fyrir harðar refsingar en tryggja um leið að svona geti ekki endurtekið sig. UEFA ready to pursue disciplinary plan with max penalty of 2 year ban for clubs who haven t renounced Super League. Remaining SL clubs feel they are on strong legal footing.7 have agreed to formally leave. 2 wobbling. If 9 leave, it s (mostly) over. https://t.co/AmW4lUlwEW— Gabriele Marcotti (@Marcotti) May 5, 2021 Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur UEFA náð samkomulagi við sjö lið af þessum tólf en það eru Arsenal, Atletico Madrid, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur. Þessi félög eru því aldrei að fara í langt bann. Nýkrýndir Ítalíumeistarar Internazionale eru líka nálægt því að ná samkomulagi. Það eru hin fjögur liðin sem eftir standa sem eiga það á hættu að fá mjög harða refsingu og missa jafnvel af Meistaradeildinni í tvö ár. Þetta eru lið Juventus, Real Madrid, Barcelona og AC Milan. Þessi fjögur félög eru víst mjög mótfallin tilboði UEFA. ESPN segir líka frá því að ef níu af tólf félögum draga sig úr Ofurdeildinni þá felli samkomulagið úr gildi. UEFA are ready to pursue severe disciplinary action against clubs who signed up to the Super League and have yet to sufficiently distance themselves from the project, multiple sources familiar with the situation have told @Marcotti and @moillorens. https://t.co/nYECGcrW5Z— ESPN FC (@ESPNFC) May 5, 2021 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur þegar látið eftir sér að það sé mikill munur á ensku félögum sex og hinum sex. Hann liggur í því að ensku félögin voru fyrst til að draga sig út úr Ofurdeildarsamkomulaginu og hafa viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Ceferin talar líka um að UEFA ætli sér að taka hvert félag fyrir sér á leið sinni að því að tryggja að engin Ofurdeild fæðist í framtíðinni. „Fyrir mér þá eru þetta þrír hópar hjá þessum tólf félögum. Það eru ensku félögin sex sem drógu sig út fyrst, þá næstu þrjú [Atletico Madrid, AC Milan og Inter] og svo þessi félög sem halda að jörðin sé flöt og að Ofurdeildin sé enn á lífi [Barcelona, Real Madrid og Juventus]. Það er mikill munur á þessum félögum. Öll þurfa þau hins vegar að taka sína ábyrgð á þessu. Hvernig verður að koma í ljós,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira