Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 08:35 Mánagarður er að finna við Eggertsgötu í Reykjavík, en skólinn er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Reykjavíkurborg „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“ Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum. Fólk í prófum í forgangi Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“ Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“ Dásamlegt sumar framundan Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“ Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Skóla - og menntamál Háskólar Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“ Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum. Fólk í prófum í forgangi Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“ Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“ Dásamlegt sumar framundan Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“ Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Skóla - og menntamál Háskólar Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira