„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 10:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12