Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 11:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bólusetningum miða vel en hjarðónæmi sé ekki náð. Vísir/Vilhelm Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði útlit fyrir að aukningin yrði meiri en menn höfðu spáð, sem mætti meðal annars rekja til þess að nú væru einstaklingar farnir að koma hingað utan Schengen, ekki síst frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku komu hingað um 3.000 manns en af þeim framvísuðu um 1.500 vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu, flestir frá Bandaríkjunum. Um 680, eða 20 prósent, fóru beint í sóttvarnahús. Þórólfur sagði von á enn fleirum á næstu dögum og vikum, sem myndi auka álag á greiningar á Landspítalanum. Greiningagetan væri um 3 til 4 þúsund sýni á dag. Sagði hann þetta myndu kalla á einhverjar breytingar á fyrirkomulagið á landamærunum. Sagði Þórólfur nauðsynlegt að viðhafa fyllsta öryggi á landamærunum á sama tíma og takmörkunum yrði aflétt innanlands því þrátt fyrir að bólusetningar gegnu vel væri hjarðónæmi ekki náð. Það myndi gerast þegar 60 til 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt en nú væri hlutfallið rúmlega 30 prósent, eða þriðjungur þjóðarinnar. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir mun taka gildi í næstu viku og sagðist Þórólfur bjartsýnn á að hægt yrði að ráðast nokkuð hratt í afléttingar. Á síðustu viku hefðu 28 greinst innanlands og þar af 26 verið í sóttkví. Veiran væri hins vegar ennþá í samfélaginu og mikilvægt að fara áfram varlega. Þetta ætti ekki síst við þann mikla fjölda sem væri í sóttkví en fimm prósent þeirra væru líklegir til að greinast. Fimm einstaklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír með virkt smit. Enginn er hins vegar á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði útlit fyrir að aukningin yrði meiri en menn höfðu spáð, sem mætti meðal annars rekja til þess að nú væru einstaklingar farnir að koma hingað utan Schengen, ekki síst frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku komu hingað um 3.000 manns en af þeim framvísuðu um 1.500 vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu, flestir frá Bandaríkjunum. Um 680, eða 20 prósent, fóru beint í sóttvarnahús. Þórólfur sagði von á enn fleirum á næstu dögum og vikum, sem myndi auka álag á greiningar á Landspítalanum. Greiningagetan væri um 3 til 4 þúsund sýni á dag. Sagði hann þetta myndu kalla á einhverjar breytingar á fyrirkomulagið á landamærunum. Sagði Þórólfur nauðsynlegt að viðhafa fyllsta öryggi á landamærunum á sama tíma og takmörkunum yrði aflétt innanlands því þrátt fyrir að bólusetningar gegnu vel væri hjarðónæmi ekki náð. Það myndi gerast þegar 60 til 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt en nú væri hlutfallið rúmlega 30 prósent, eða þriðjungur þjóðarinnar. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir mun taka gildi í næstu viku og sagðist Þórólfur bjartsýnn á að hægt yrði að ráðast nokkuð hratt í afléttingar. Á síðustu viku hefðu 28 greinst innanlands og þar af 26 verið í sóttkví. Veiran væri hins vegar ennþá í samfélaginu og mikilvægt að fara áfram varlega. Þetta ætti ekki síst við þann mikla fjölda sem væri í sóttkví en fimm prósent þeirra væru líklegir til að greinast. Fimm einstaklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír með virkt smit. Enginn er hins vegar á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira