Rjúfa þarf vítahring átaka og hungurs Heimsljós 6. maí 2021 12:11 gunnisal Að minnsta kosti 155 milljónir manna búa við alvarlegan matarskort í heiminum. „Átök og hungur eru tvær hliðar á sama peningnum. Því þarf samtímis að ráðast gegn átökum og hungri. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að binda endi á þennan vítahring. Það er forsenda stöðugleika og friðar,“ segir António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála nýrrar skýrslu um fæðuóöryggi í heiminum á síðasta ári. Þá bjuggu að minnsta kosti 155 milljónir manna við alvarlegan matarskort, fleiri en síðustu fimm árin. Sameinuðu þjóðirnar gefa árlega út í samstarfi við Evrópubandalagið og ýmsar alþjóðastofnanir skýrslu um fæðuóöryggi og samkvæmt nýju skýrslunni fjölgaði hungruðum á síðasta ári um 20 milljónir manna frá árinu 2019. Meginástæðurnar eru sem fyrr vopnuð átök og öfgar í veðurfari en á síðasta ári leiddi líka efnahagssamdráttur vegna COVID-19 til fjölgunar þeirra sem vart höfðu til hnífs og skeiðar. Hungraðir voru hlutfallslega flestir í Afríkuríkjum. Vopnuð átök voru meginskýring á sulti 100 milljóna manna, 40 milljónir bjuggu við alvarlegan matarskort vegna efnahagsáfalla og öfgar í veðurfari skýrðu alvarlegan fæðuskort hjá 16 milljónum Afríkubúa. Verst var ástandið í Burkina Fasó og Suður-Súdan en í öðrum heimshlutum voru Jemen, Afganistan, Sýrland og Haítí í hópi ríkja með hátt hlutfall hungraðra. Í skýrslunni kemur fram að stríðsátök verði áfram meginástæða matvælaskorts á þessu ári. Ýmiss neikvæð áhrif í tengslum við COVID-19 og öfgar í veðurfari skýri þó áfram alvarlegan matarskort í mörgum ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
„Átök og hungur eru tvær hliðar á sama peningnum. Því þarf samtímis að ráðast gegn átökum og hungri. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að binda endi á þennan vítahring. Það er forsenda stöðugleika og friðar,“ segir António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála nýrrar skýrslu um fæðuóöryggi í heiminum á síðasta ári. Þá bjuggu að minnsta kosti 155 milljónir manna við alvarlegan matarskort, fleiri en síðustu fimm árin. Sameinuðu þjóðirnar gefa árlega út í samstarfi við Evrópubandalagið og ýmsar alþjóðastofnanir skýrslu um fæðuóöryggi og samkvæmt nýju skýrslunni fjölgaði hungruðum á síðasta ári um 20 milljónir manna frá árinu 2019. Meginástæðurnar eru sem fyrr vopnuð átök og öfgar í veðurfari en á síðasta ári leiddi líka efnahagssamdráttur vegna COVID-19 til fjölgunar þeirra sem vart höfðu til hnífs og skeiðar. Hungraðir voru hlutfallslega flestir í Afríkuríkjum. Vopnuð átök voru meginskýring á sulti 100 milljóna manna, 40 milljónir bjuggu við alvarlegan matarskort vegna efnahagsáfalla og öfgar í veðurfari skýrðu alvarlegan fæðuskort hjá 16 milljónum Afríkubúa. Verst var ástandið í Burkina Fasó og Suður-Súdan en í öðrum heimshlutum voru Jemen, Afganistan, Sýrland og Haítí í hópi ríkja með hátt hlutfall hungraðra. Í skýrslunni kemur fram að stríðsátök verði áfram meginástæða matvælaskorts á þessu ári. Ýmiss neikvæð áhrif í tengslum við COVID-19 og öfgar í veðurfari skýri þó áfram alvarlegan matarskort í mörgum ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent