Vildi ekki hleypa henni á æfingu með Glódísi: „Fótbolti er ekki vinna“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 09:00 Katrine Veje og Glódís Perla Viggósdóttir komust með Rosengård í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en þar féll liðið út gegn Bayern München. Getty/Sebastian Widmann Knattspyrnukonunni Katrine Veje var bannað að ferðast yfir landamærin á milli Danmerkur og Svíþjóðar til að komast á æfingu með liði sínu í gær. Ástæðan sem henni var gefin upp var sú að fótbolti væri ekki atvinna. Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“ Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“
Sænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira