Bræður heita í alvöru Kaktus og Bambus og vita ekki af hverju Snorri Másson skrifar 8. maí 2021 16:36 Bambus og Kaktus í Kaupmannahöfn um árið. Aðsend mynd Bræður, annar fæddur 1992 og hinn 1999, ólust upp í Vesturbæ og síðan Grafarvogi, fóru í Borgó annars vegar og Kvennó hins vegar, sá eldri verður tónlistarmaður og sá yngri fer í LHÍ í arkítektúr. Aldur og fyrri störf væru hér ekki í frásögur færandi nema að því leyti að þessir íslensku bræður heita í þjóðskrá Kaktus og Bambus. Bókstaflega: Sá eldri heitir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og sá yngri Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson. Bræðurnir eru ekki sammála blaðamanni um að þessi eiginnöfn séu í frásögur færandi: „Þetta eru bara plöntur í plönturíkinu,“ segir Kaktus. „Sjáðu bara Sóleyju, Birki og Víði. Það er bara sama þema, nema að okkar plöntur vaxa ekki á Íslandi.“ Nöfn Bambusar og Kaktusar eru auðvitað engar fréttir fyrir þeim. „Svona hefur þetta verið síðan ég man eftir mér og maður veit auðvitað ekkert alveg nákvæmlega hvaðan þetta kemur,“ segir Bambus. Kaktus: „Áður en við vorum Hrafnkell Flóki og Kolbeinn Hringur vorum við alltaf Kaktus og Bambus, alveg frá því áður en við fæddumst. Það er það sem við vorum kallaðir.“ Bambus: „Já, ég man ekki svo langt aftur, en má ekki segja að þetta hafi verið eins konar vinnuheiti?“ Kaktus: „Nei, Bambus, þetta eru engin vinnuheiti. Þetta voru bara heiti. Þetta er miklu einfaldara en fólk virðist líta á þetta.“ Aldrei spurt af hverju Kaktus og Bambus hafa frá því á barnsaldri verið kallaðir þessum nöfnum, segja þeir. Eins og vangaveltur Bambusar um vinnuheiti bera með sér, bera foreldrarnir auðvitað upprunalega ábyrgðina. Foreldrar drengjanna eru Einar Örn Benediktsson Sykurmoli og Sigrún Guðmundsdóttir dansari. Af hverju Kaktus og Bambus? Bræðurnir segjast ekki hafa spurt. Kaktus: „Ég hef leyft þessu að vera bara mysteríu. Mig hefur ekki vantað þessi svör sem þig vantar.“ (beint að blaðamanni) Bambus: „Ekki mig heldur. Ég hef aldrei leitast eftir svörum eða yfirleitt spurt út í þetta. Ekki heldur um Kolbein, ef út í það er farið. Hefur þú spurt foreldra þína um þitt nafn?“ (beint að blaðamanni) Kaktus: „Þetta eru ekki hefðbundin nöfn en af hverju má til dæmis heita Lind en ekki Foss á Íslandi? Er þetta ekki bara spurning um hversu vítt fólk hugsar og hvað þeim finnst fallegt?“ Jú, það er greinilega ekki gefið að menn gangi sérstaklega á eftir skýringum á nöfnum sínum og enn síður gefið að slík eftirgrennslan sé þeim mun meira áríðandi sem nöfnin eru sjaldgæfari. Engu nafni var breytt Hrafnkell varð Kaktus í þjóðskrá árið 2010 og Kolbeinn varð Bambus í þjóðskrá árið 2018, hvor um sig átján ára. Bræðurnir þvertaka fyrir að þar hafi verið um nafnbreytingu að ræða og kalla þetta öllu fremur staðfestingu á nafngiftinni. Það er þeim hjartans mál að hér sé rétt með farið: „Við breyttum aldrei neinu, við bara staðfestum. Síðan vorum við vorum ekki skírðir við fæðingu, þannig að þessi staðfesting var í raun og veru bara okkar ferming,“ eins og Kaktus útskýrir. Mannanafnanefnd leyfði hans nafn af öðru tilefni en hans eigin árið 2006 en nafn Bambusar hlaut náð fyrir augum nefndarinnar eftir að hann hafði sótt um það sjálfur vorið 2018. Bambus var ánægður að geta staðfest nafn sitt í stjórnsýslulegum skilningi áður en hann útskrifaðist úr Kvennó 2018, af því að fullt nafn hans var þá lesið upp við útskriftina við tilheyrandi fliss viðstaddra: Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson. Hjá Kaktusi var annað og meira í húfi árið 2010, af því að aðrir menn voru á kreiki sem gengu undir sama nafni. „Ég óttaðist að þetta nafn yrði það algengt að á endanum gæti það verið hjá mér eins og ég væri bara að kalla mig Hrafnkel Flóka Gumma, eða eitthvað þannig út í loftið. Ég varð því að festa það í sessi áður en þetta væri komið út um allt,“ segir Kaktus. Þriðji bróðirinn, Lotus Undir lokin skal nefndur yngsti bróðir þeirra bræðra: Arngrímur Broddi Einarsson. Hann hefur fengið nafnið Lotus, sem er þó ekki samþykkt af mannanafnanefnd með o-i. Hann hefur ekki staðfest nafnið í þjóðskrá, þannig að enn um sinn er hann óformlegur lokahlekkur í þríeyki þeirra bræðra Kaktusar, Bambusar og Lotusar. Kaktus, Lotus og Bambus í sveitinni.Aðsend mynd Kaktus Einarsson er tónlistarmaður og er aldrei kallaður annað á vettvangi tónlistarinnar. Hér er ekki úr vegi að geta þess að væntanleg er fyrsta sólóplata hans, Kick The Ladder. Bróðir hans Bambus er sömuleiðis vart kallaður annað en Bambus í Prag, þar sem hann er búsettur núna í skiptinámi. Bambus er auðvitað fyrir sitt leyti aðgengilegra en nokkru sinni Kolbeinn Hringur. Og ef Bambus fer að sakna bróður síns er hendi næst að hringja bara heim til Íslands. Tengiliðurinn er hjá K í símaskránni: Kaktus. Að lokum er rétt að með fylgi skjáskot frá 2019 frá grunlausum brandarakalli á Facebook, til þess að gera þeim það ljóst sem ímynda sér að þeim hafi dottið fyrstum í hug líkindi nafna Kaktusar og Bambusar við Karíus og Baktus, að þeir voru ekki fyrstir. Íslendingar gera að gamni sínu um Kaktus og Bambus án þess að vita yfirleitt af bræðrunum. Frá 2019.Skjáskot/Facebook Mannanöfn Íslendingar erlendis Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Aldur og fyrri störf væru hér ekki í frásögur færandi nema að því leyti að þessir íslensku bræður heita í þjóðskrá Kaktus og Bambus. Bókstaflega: Sá eldri heitir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og sá yngri Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson. Bræðurnir eru ekki sammála blaðamanni um að þessi eiginnöfn séu í frásögur færandi: „Þetta eru bara plöntur í plönturíkinu,“ segir Kaktus. „Sjáðu bara Sóleyju, Birki og Víði. Það er bara sama þema, nema að okkar plöntur vaxa ekki á Íslandi.“ Nöfn Bambusar og Kaktusar eru auðvitað engar fréttir fyrir þeim. „Svona hefur þetta verið síðan ég man eftir mér og maður veit auðvitað ekkert alveg nákvæmlega hvaðan þetta kemur,“ segir Bambus. Kaktus: „Áður en við vorum Hrafnkell Flóki og Kolbeinn Hringur vorum við alltaf Kaktus og Bambus, alveg frá því áður en við fæddumst. Það er það sem við vorum kallaðir.“ Bambus: „Já, ég man ekki svo langt aftur, en má ekki segja að þetta hafi verið eins konar vinnuheiti?“ Kaktus: „Nei, Bambus, þetta eru engin vinnuheiti. Þetta voru bara heiti. Þetta er miklu einfaldara en fólk virðist líta á þetta.“ Aldrei spurt af hverju Kaktus og Bambus hafa frá því á barnsaldri verið kallaðir þessum nöfnum, segja þeir. Eins og vangaveltur Bambusar um vinnuheiti bera með sér, bera foreldrarnir auðvitað upprunalega ábyrgðina. Foreldrar drengjanna eru Einar Örn Benediktsson Sykurmoli og Sigrún Guðmundsdóttir dansari. Af hverju Kaktus og Bambus? Bræðurnir segjast ekki hafa spurt. Kaktus: „Ég hef leyft þessu að vera bara mysteríu. Mig hefur ekki vantað þessi svör sem þig vantar.“ (beint að blaðamanni) Bambus: „Ekki mig heldur. Ég hef aldrei leitast eftir svörum eða yfirleitt spurt út í þetta. Ekki heldur um Kolbein, ef út í það er farið. Hefur þú spurt foreldra þína um þitt nafn?“ (beint að blaðamanni) Kaktus: „Þetta eru ekki hefðbundin nöfn en af hverju má til dæmis heita Lind en ekki Foss á Íslandi? Er þetta ekki bara spurning um hversu vítt fólk hugsar og hvað þeim finnst fallegt?“ Jú, það er greinilega ekki gefið að menn gangi sérstaklega á eftir skýringum á nöfnum sínum og enn síður gefið að slík eftirgrennslan sé þeim mun meira áríðandi sem nöfnin eru sjaldgæfari. Engu nafni var breytt Hrafnkell varð Kaktus í þjóðskrá árið 2010 og Kolbeinn varð Bambus í þjóðskrá árið 2018, hvor um sig átján ára. Bræðurnir þvertaka fyrir að þar hafi verið um nafnbreytingu að ræða og kalla þetta öllu fremur staðfestingu á nafngiftinni. Það er þeim hjartans mál að hér sé rétt með farið: „Við breyttum aldrei neinu, við bara staðfestum. Síðan vorum við vorum ekki skírðir við fæðingu, þannig að þessi staðfesting var í raun og veru bara okkar ferming,“ eins og Kaktus útskýrir. Mannanafnanefnd leyfði hans nafn af öðru tilefni en hans eigin árið 2006 en nafn Bambusar hlaut náð fyrir augum nefndarinnar eftir að hann hafði sótt um það sjálfur vorið 2018. Bambus var ánægður að geta staðfest nafn sitt í stjórnsýslulegum skilningi áður en hann útskrifaðist úr Kvennó 2018, af því að fullt nafn hans var þá lesið upp við útskriftina við tilheyrandi fliss viðstaddra: Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson. Hjá Kaktusi var annað og meira í húfi árið 2010, af því að aðrir menn voru á kreiki sem gengu undir sama nafni. „Ég óttaðist að þetta nafn yrði það algengt að á endanum gæti það verið hjá mér eins og ég væri bara að kalla mig Hrafnkel Flóka Gumma, eða eitthvað þannig út í loftið. Ég varð því að festa það í sessi áður en þetta væri komið út um allt,“ segir Kaktus. Þriðji bróðirinn, Lotus Undir lokin skal nefndur yngsti bróðir þeirra bræðra: Arngrímur Broddi Einarsson. Hann hefur fengið nafnið Lotus, sem er þó ekki samþykkt af mannanafnanefnd með o-i. Hann hefur ekki staðfest nafnið í þjóðskrá, þannig að enn um sinn er hann óformlegur lokahlekkur í þríeyki þeirra bræðra Kaktusar, Bambusar og Lotusar. Kaktus, Lotus og Bambus í sveitinni.Aðsend mynd Kaktus Einarsson er tónlistarmaður og er aldrei kallaður annað á vettvangi tónlistarinnar. Hér er ekki úr vegi að geta þess að væntanleg er fyrsta sólóplata hans, Kick The Ladder. Bróðir hans Bambus er sömuleiðis vart kallaður annað en Bambus í Prag, þar sem hann er búsettur núna í skiptinámi. Bambus er auðvitað fyrir sitt leyti aðgengilegra en nokkru sinni Kolbeinn Hringur. Og ef Bambus fer að sakna bróður síns er hendi næst að hringja bara heim til Íslands. Tengiliðurinn er hjá K í símaskránni: Kaktus. Að lokum er rétt að með fylgi skjáskot frá 2019 frá grunlausum brandarakalli á Facebook, til þess að gera þeim það ljóst sem ímynda sér að þeim hafi dottið fyrstum í hug líkindi nafna Kaktusar og Bambusar við Karíus og Baktus, að þeir voru ekki fyrstir. Íslendingar gera að gamni sínu um Kaktus og Bambus án þess að vita yfirleitt af bræðrunum. Frá 2019.Skjáskot/Facebook
Mannanöfn Íslendingar erlendis Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum