Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Þrettán þúsund manns voru bólusett í Laugardalshöll í dag á metdegi. Þriðjungur þjóðarinnar hefur farið í sprautu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og sýnum myndir af röðinni sem náði allt að sex hundruð metra þegar hún var hvað lengst.

Við ræðum líka Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í beinni útsendingu um framhaldið.

Stóru bankarnir þrír högnuðust um 17 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en töpuðu sjö milljörðum á sama tíma í fyrra. Við segjum frá þessum viðsnúningi í fréttatímanum.

Þá ræðum við við Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar, um hættu á gróðureldum en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum allt frá Eyjafjöllum að Snæfellsnesi.

Við segjum jafnframt frá því að eldstöðin í Fagradalsfjalli er til sölu. Landeigendur segja jörðina fala fyrir rétt verð og tilboð hafa þegar borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×