Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2021 13:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og formaður hóps um kynbundið ofbeldi hjá skóla-og frístundasviði borgarinnar. Vísir/Egill Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum hefur stigið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga og deilt reynslusögum um kynferðisofbeldi undir myllumerkingu #metoo. Bylgjan er meðal annars tengd því að Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður tjáði sig um sögusagnir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi og var svo kærður af tveimur konum til lögreglu í vikunni. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem stíga fram og segja frá kynferðisofbeldi en karlar hafa líka sögur að segja. Frásagnirnar eiga það flestar sammerkt að meintur gerandi er karlmaður. Of litlar breytingar frá fyrri Metoo-bylgju Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi hjá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar og verkefnastýra jafnréttisskóla borgarinnar segir þetta afar skiljanlegt. „Þetta er bylgja sem er kraumandi undir vegna þess að það varð mikil vakning í samfélaginu við Metoo á sínum tíma en svo breyttist svo lítið. Þannig að reiðin og skömmin er enn á sínum stað og þörf fyrir að skila skömminni á réttan stað,“ segir Kolbrún. Hún segir að enn þurfi að verða miklar breytingar í samfélaginu vegna slíkra mála. „Það vantar enn mikið upp á að viðhorfin séu í lagi því enn er mikið um kynferðis- og kynbundið ofbeldi. Það er ennþá of mikil kvenfyrirliting í samfélaginu og því miður hafa litlar breytingar orðið í dómskerfinu því lang stærsti hluti þessara mála eru látin falla niður. Þau komast jafnvel aldrei inn í dómskerfið því sönnunarbyrði er svo erfið í þessum málum,“ segir Kolbrún. Erfitt að meta hvar mörkin liggja í frásögnum þolenda Einhverjir þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt þ.e. stöðu, menntun og svo framvegis án þess að nafngreina viðkomandi. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um stóran hóp sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Kolbrún segir erfitt að segja hvar mörkin liggja í slíkum frásögnum. „Þetta er eldfim umræða og ótrúlega viðkvæm. Það eru tvær hliðar á þessu. Annars vegar stór hluti þolenda sem hefur borið skömm í mörg ár. Þær hafa kannski verið að vinna í sínu ofbeldi sem hefur haft gríðarlega áhrif á þær. Á meðan hafa þær jafnvel vitað af gerandanum brjóta á fleirum. Þá hefur gerandinn það kannski bara fínt meðan þolandinn hefur liðið þjáningar. Fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi langar að skila skömminni en mál þeirra fór kannski aldrei fyrir dómstóla. Það má því ekki nefna gerandann á nafn opinberlega því þá fær það bara kæru. Þannig að þolandinn reynir að skila skömminni til meints geranda með því að gefa upp eins nákvæmar upplýsingar og hægt er án þess að nafngreina hann. Fólk gerir þetta til að meintur gerandi viti af þjáningunni. Hin hliðin er að lýsingin getur átt við um marga þegar þolandi nefnir ákveðinn skóla, vinnustað eða annað. Það er líka ótrúlega vont. Það er erfitt að sverja af sér sakir fyrir eitthvað sem maður gerði ekki. Þannig að það eru margir sem líða líka fyrir þessa birtingarmynd Metoo-bylgjunnar,“ segir Kolbrún. Hún segir þetta vekja ýmsar spurningar. „Vandinn við svona frásagnir er spurningin um hvar eiga þolendur að segja sína sögu og hvernig þeir eigi að gera það. Það þarf líka að velta fyrir sér hvað snertir okkur í samfélaginu meira. Finnst okkur verra að saklaus maður sé sakaður um kynferðislegt ofbeldi en að saklaus stúlka hafi verið beitt gríðarlegu ofbeldi og reyni að skila skömminni til meints geranda með því að lýsa honum án þess að greina frá nafni? Hvar eru mörkin okkar og hvar er verðmætamatið okkar,“ spyr Kolbrún að lokum. MeToo Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Félagsmál Jafnréttismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Hver einstaklingurinn á fætur öðrum hefur stigið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga og deilt reynslusögum um kynferðisofbeldi undir myllumerkingu #metoo. Bylgjan er meðal annars tengd því að Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður tjáði sig um sögusagnir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi og var svo kærður af tveimur konum til lögreglu í vikunni. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem stíga fram og segja frá kynferðisofbeldi en karlar hafa líka sögur að segja. Frásagnirnar eiga það flestar sammerkt að meintur gerandi er karlmaður. Of litlar breytingar frá fyrri Metoo-bylgju Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi hjá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar og verkefnastýra jafnréttisskóla borgarinnar segir þetta afar skiljanlegt. „Þetta er bylgja sem er kraumandi undir vegna þess að það varð mikil vakning í samfélaginu við Metoo á sínum tíma en svo breyttist svo lítið. Þannig að reiðin og skömmin er enn á sínum stað og þörf fyrir að skila skömminni á réttan stað,“ segir Kolbrún. Hún segir að enn þurfi að verða miklar breytingar í samfélaginu vegna slíkra mála. „Það vantar enn mikið upp á að viðhorfin séu í lagi því enn er mikið um kynferðis- og kynbundið ofbeldi. Það er ennþá of mikil kvenfyrirliting í samfélaginu og því miður hafa litlar breytingar orðið í dómskerfinu því lang stærsti hluti þessara mála eru látin falla niður. Þau komast jafnvel aldrei inn í dómskerfið því sönnunarbyrði er svo erfið í þessum málum,“ segir Kolbrún. Erfitt að meta hvar mörkin liggja í frásögnum þolenda Einhverjir þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt þ.e. stöðu, menntun og svo framvegis án þess að nafngreina viðkomandi. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um stóran hóp sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Kolbrún segir erfitt að segja hvar mörkin liggja í slíkum frásögnum. „Þetta er eldfim umræða og ótrúlega viðkvæm. Það eru tvær hliðar á þessu. Annars vegar stór hluti þolenda sem hefur borið skömm í mörg ár. Þær hafa kannski verið að vinna í sínu ofbeldi sem hefur haft gríðarlega áhrif á þær. Á meðan hafa þær jafnvel vitað af gerandanum brjóta á fleirum. Þá hefur gerandinn það kannski bara fínt meðan þolandinn hefur liðið þjáningar. Fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi langar að skila skömminni en mál þeirra fór kannski aldrei fyrir dómstóla. Það má því ekki nefna gerandann á nafn opinberlega því þá fær það bara kæru. Þannig að þolandinn reynir að skila skömminni til meints geranda með því að gefa upp eins nákvæmar upplýsingar og hægt er án þess að nafngreina hann. Fólk gerir þetta til að meintur gerandi viti af þjáningunni. Hin hliðin er að lýsingin getur átt við um marga þegar þolandi nefnir ákveðinn skóla, vinnustað eða annað. Það er líka ótrúlega vont. Það er erfitt að sverja af sér sakir fyrir eitthvað sem maður gerði ekki. Þannig að það eru margir sem líða líka fyrir þessa birtingarmynd Metoo-bylgjunnar,“ segir Kolbrún. Hún segir þetta vekja ýmsar spurningar. „Vandinn við svona frásagnir er spurningin um hvar eiga þolendur að segja sína sögu og hvernig þeir eigi að gera það. Það þarf líka að velta fyrir sér hvað snertir okkur í samfélaginu meira. Finnst okkur verra að saklaus maður sé sakaður um kynferðislegt ofbeldi en að saklaus stúlka hafi verið beitt gríðarlegu ofbeldi og reyni að skila skömminni til meints geranda með því að lýsa honum án þess að greina frá nafni? Hvar eru mörkin okkar og hvar er verðmætamatið okkar,“ spyr Kolbrún að lokum.
MeToo Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Félagsmál Jafnréttismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira