Ungt lið og mikilvægt að þeim líði ekki eins og þetta sé allt þeim að kenna Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 13:30 Margrét Lára Viðarsdóttir og Árni Freyr Guðnason fóru um víðan völl í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld. stöð 2 sport Margrét Lára Viðarsdóttir og Árni Freyr Guðnason voru sammála um það að Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, hefði átt að axla ábyrgð á 9-0 tapinu gegn Breiðabliki í stað þess að bauna á leikmenn sína. Fylki er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í sumar en liðið beið afhroð í fyrsta leik, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavoginum. Eftir leik sagði Kjartan í sjónvarpsviðtali meðal annars að leikmenn hefðu ekki farið eftir fyrirmælum hans af hliðarlínunni. „Þegar þú tapar 9-0 þá er augljóst að það er eitthvað að, en að skella því á leikmenn fyrir að hafa ekki fylgt plani finnst mér svolítið ódýrt,“ sagði Árni Freyr í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max mörkin - Gagnrýni á þjálfara Fylkis „Ég hefði viljað sjá Kjartan sem þjálfara taka ábyrgðina á þessu sjálfur. Hann velur liðið, hann ákveður hvernig það spilar. Þær pressa hátt lungann úr leiknum, það er langt á milli línanna. Hann segir að leikmenn hafi ekki farið eftir fyrirmælum af hliðarlínunni. Það er skrýtið. Ég held að hann eigi svolítið verk fyrir höndum,“ sagði Árni Freyr. Kjartan með breitt bak og ætti að taka þetta á sínar herðar Margrét Lára tók í svipaðan streng: „Þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur á móti, og auðvitað hefðu allir viljað betri úrslit og betri frammistöðu. En það þarf núna að þétta raðirnar og berja sjálfstraust í liðið. Ég hefði viljað sjá Kjartan taka þetta á sínar herðar, hann er með breitt bak, og gera leikmenn svolítið stikkfrí í gegnum þetta. Fara svo yfir málin inni í klefa. En menn verða bara að beita þeim aðferðum sem þeir gera. Nú er bara að halda áfram og þetta er alla vega lexía fyrir þær. Það er búið að setja pressu á þær með að þær verði í þessari toppbaráttu og við viljum ekki að þær guggni undan henni.“ Næsti leikur Fylkis er gegn Tindastóli í Árbænum á þriðjudagskvöld. „Þær eru með ungt lið og mæta Tindastólsliði sem var óheppið að fá ekki þrjú stig. Tindastólskonur mæta því kannski með meira sjálfstraust en Fylkisliðið í næstu umferð. Þegar þú ert með ungt lið inni á vellinum, engan útlending, þá skiptir svo miklu máli fyrir þær að þær upplifi ekki að þetta sé allt þeim að kenna,“ sagði Árni Freyr og bætti við: „Ef að þjálfarinn hefði tekið þetta á sig og sagst hafa valið vitlaust lið eða vitlaust kerfi, gætu þær mætt á næstu æfingu og haldið alla vega meira að þetta sé þjálfaranum að kenna en þeim sjálfum. Þegar öllu er á botninn hvolft ert þú inni á vellinum og þarft að leysa stöðurnar, en ég hefði viljað sjá þá [þjálfarana] aðstoða liðið sitt betur.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Fylki er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í sumar en liðið beið afhroð í fyrsta leik, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavoginum. Eftir leik sagði Kjartan í sjónvarpsviðtali meðal annars að leikmenn hefðu ekki farið eftir fyrirmælum hans af hliðarlínunni. „Þegar þú tapar 9-0 þá er augljóst að það er eitthvað að, en að skella því á leikmenn fyrir að hafa ekki fylgt plani finnst mér svolítið ódýrt,“ sagði Árni Freyr í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max mörkin - Gagnrýni á þjálfara Fylkis „Ég hefði viljað sjá Kjartan sem þjálfara taka ábyrgðina á þessu sjálfur. Hann velur liðið, hann ákveður hvernig það spilar. Þær pressa hátt lungann úr leiknum, það er langt á milli línanna. Hann segir að leikmenn hafi ekki farið eftir fyrirmælum af hliðarlínunni. Það er skrýtið. Ég held að hann eigi svolítið verk fyrir höndum,“ sagði Árni Freyr. Kjartan með breitt bak og ætti að taka þetta á sínar herðar Margrét Lára tók í svipaðan streng: „Þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur á móti, og auðvitað hefðu allir viljað betri úrslit og betri frammistöðu. En það þarf núna að þétta raðirnar og berja sjálfstraust í liðið. Ég hefði viljað sjá Kjartan taka þetta á sínar herðar, hann er með breitt bak, og gera leikmenn svolítið stikkfrí í gegnum þetta. Fara svo yfir málin inni í klefa. En menn verða bara að beita þeim aðferðum sem þeir gera. Nú er bara að halda áfram og þetta er alla vega lexía fyrir þær. Það er búið að setja pressu á þær með að þær verði í þessari toppbaráttu og við viljum ekki að þær guggni undan henni.“ Næsti leikur Fylkis er gegn Tindastóli í Árbænum á þriðjudagskvöld. „Þær eru með ungt lið og mæta Tindastólsliði sem var óheppið að fá ekki þrjú stig. Tindastólskonur mæta því kannski með meira sjálfstraust en Fylkisliðið í næstu umferð. Þegar þú ert með ungt lið inni á vellinum, engan útlending, þá skiptir svo miklu máli fyrir þær að þær upplifi ekki að þetta sé allt þeim að kenna,“ sagði Árni Freyr og bætti við: „Ef að þjálfarinn hefði tekið þetta á sig og sagst hafa valið vitlaust lið eða vitlaust kerfi, gætu þær mætt á næstu æfingu og haldið alla vega meira að þetta sé þjálfaranum að kenna en þeim sjálfum. Þegar öllu er á botninn hvolft ert þú inni á vellinum og þarft að leysa stöðurnar, en ég hefði viljað sjá þá [þjálfarana] aðstoða liðið sitt betur.“
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
„Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45