Landsfundur Vinstri grænna, sem haldinn er annað hvert ár og fer fram með rafrænum hætti að þessu sinni vegna heimsfaraldursins. Fundurinn var settur í hádeginu og lýkur á morgun.
Að lokinni ræðu Katrínar mun Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, ávarpa fundinn.
Landsfundur er æðsta vald Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þar er stefna hreyfingarinnar ákvörðuð, lög hreyfingarinnar sett, kostið í flokksráð sem fer með ákvörðunarvaldið milli landsfunda og sömuleiðis stjórn sem fer með daglegan rekstur.
Hægt er að fylgjast með ræðu Katrínar í spilaranum að neðan.