Aron Pálmarsson gerði tvö mörk úr tveimur skotum í öruggum sigri Barcelona á Incarlopsa Cuenca í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aleix Gomez atkvæðamestur Börsunga með sjö mörk.
Así ha sido el triunfo azulgrana ante Incarlopsa Cuenca #ForçaBarçahttps://t.co/hUuuXh50el
— Barça Handbol (@FCBhandbol) May 8, 2021
Verðandi samherjar Arons í Álaborg unnu öruggan sex marka sigur á Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.
Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik fyrir Kielce þegar liðið vann öruggan nítján marka sigur í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Í franska handboltanum gerði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans PAUC Aix tapaði með minnsta mögulega mun fyrir Toulouse, 28-29.