Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 21:01 Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. HELENA RAKEL Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. „Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira