Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Al Arabi en leiknum lauk með 3-0 sigri Al Sadd, sem þjálfað er af Barcelona goðsögninni Xavi.
Nam Tae-Hee kom Al Sadd yfir snemma leiks og Baghdad Bounedjah tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik.
Það var svo Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal og Villarreal, sem gulltryggði sigur Al Sadd með marki af vítapunktinum skömmu fyrir leikslok.