Áfram hætta á bylgju hjá yngra fólki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2021 11:51 Þrátt fyrir talsverðar tilslakanir er fólk beðið um að gæta fyllstu varúðar. Áfram eigi eftir að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Fimmtíu manns mega nú koma saman eftir að tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum tóku gildi á miðnætti. Aðgerðir eru hins vegar harðar í Skagafirði eftir hópsýkingu sem kom upp í sveitarfélaginu um helgina. Sóttvarnalæknir biður fólk áfram um að gæta sín þrátt fyrir tilslakanir, enda hafi ungt fólk ekki fengið bólusetningu og því sé hætta á útbreiddum faraldri hjá þeirri kynslóð. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Að auki lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða úr klukkan 21 í klukkan 22, en heimilt verður að sitja inni til klukkan 23. „Auðvitað er þetta alltaf spurning hvernig muni tiltakast og hvað muni gerast, en ég hef fulla trú á því að menn kunni þetta orðið og það er það sem máli skiptir, hvernig fólk hegðar sér áfram og ég hef fulla trú á því. Með vaxandi útbreiðslu bólusetningar líka þá held ég að við eigum að geta slakað á jafnhliða,” segir Þórólfur Guðnason. Síðast máttu fimmtíu manns koma saman í febrúar - en um mánuði síðar voru fjöldatakmarkanir færðar niður í tíu manns. Þórólfur segir að þó vel gangi í bólusetningum sé áfram hætta á frekari faraldri. „Ef við pössum okkur ekki þá getum við fengið bylgju. Við erum ekki búin að fá það mikla útbreiðslu bólusetninga að við gætum fengið bylgju hjá yngra fólki eða fólki á miðjum aldri. Sem betur fer erum við búin að ná að bólusetja eldri aldurshópana og erum að vinna með fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En við getum fengið útbreiddan faraldur hjá yngra fólki sem veiran svo sannarlega getur verið alvarleg líka hjá því fólki eins og dæmin sýna frá öðrum löndum.” Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Alls eru 248 manns í sóttkví, langflestir á Skagafirði þar sem hópsýking blossaði upp og þar hafa hertar aðgerðir tekið gildi, þar sem skólum og íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað Þórólfur segir að af þeim fimm sem greindust í gær séu tveir búsettir á Norðurlandi. Metvika var í bólusetningum í síðustu viku þegar um fjörutíu þúsund manns fengu bóluefni, og hefur nú um 48 prósent þjóðarinnar verið bólusett. Um tólf þúsund manns frá bóluefni frá Pfizer í þessari viku; fimm þúsund fá fyrri bólusetningu og sjö þúsund þá seinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Að auki lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða úr klukkan 21 í klukkan 22, en heimilt verður að sitja inni til klukkan 23. „Auðvitað er þetta alltaf spurning hvernig muni tiltakast og hvað muni gerast, en ég hef fulla trú á því að menn kunni þetta orðið og það er það sem máli skiptir, hvernig fólk hegðar sér áfram og ég hef fulla trú á því. Með vaxandi útbreiðslu bólusetningar líka þá held ég að við eigum að geta slakað á jafnhliða,” segir Þórólfur Guðnason. Síðast máttu fimmtíu manns koma saman í febrúar - en um mánuði síðar voru fjöldatakmarkanir færðar niður í tíu manns. Þórólfur segir að þó vel gangi í bólusetningum sé áfram hætta á frekari faraldri. „Ef við pössum okkur ekki þá getum við fengið bylgju. Við erum ekki búin að fá það mikla útbreiðslu bólusetninga að við gætum fengið bylgju hjá yngra fólki eða fólki á miðjum aldri. Sem betur fer erum við búin að ná að bólusetja eldri aldurshópana og erum að vinna með fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En við getum fengið útbreiddan faraldur hjá yngra fólki sem veiran svo sannarlega getur verið alvarleg líka hjá því fólki eins og dæmin sýna frá öðrum löndum.” Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Alls eru 248 manns í sóttkví, langflestir á Skagafirði þar sem hópsýking blossaði upp og þar hafa hertar aðgerðir tekið gildi, þar sem skólum og íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað Þórólfur segir að af þeim fimm sem greindust í gær séu tveir búsettir á Norðurlandi. Metvika var í bólusetningum í síðustu viku þegar um fjörutíu þúsund manns fengu bóluefni, og hefur nú um 48 prósent þjóðarinnar verið bólusett. Um tólf þúsund manns frá bóluefni frá Pfizer í þessari viku; fimm þúsund fá fyrri bólusetningu og sjö þúsund þá seinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira